13.9.2007 | 22:35
Ef ég væri níræð?
Ég vildi að ég væri að minnsta kosti níræð. Því ef ég væri níræð myndu þau kannski hlusta á mig, skilja hvað ég á við og jafnvel fara að bón minni. Ef ég væri níræð myndi ég skrifa blogg um það hvernig okkur íbúunum í Ísafjarðarbæ líður þegar flokksgæðingarnir hérna níða hvern annan niður sem mest þeir geta í fjölmiðlum. Til að taka af allan vafa þá tel ég þau öll vera sek og finnst ekki nokkru máli skipta hver byrjaði. Það er einungis ósk mín að þetta fólk sem við kusum til að stjórna bænum okkar kunni sér hóf í stóryrðunum. Þetta langvinna og innihaldsrýra karp sem birtist okkur í endalausum fréttum og á bloggsíðum er orðið þreytt.
Og þetta gera kosnir fulltrúar okkar um hábjargræðistímann. Þegar við þurfum öll að standa saman og snúa vörn í sókn. Eyða athygli og kröftum í að þrasa og þrástagast. Satt að segja eyðir þetta okkar kröftum líka og dregur okkur niður. Það er ekki nóg að kalla eftir sköpunarkrafi okkar íbúanna í þjóðhátíðarræðum við þurfum vinnufrið til að byggja upp atvinnulífið og menninguna. Í sátt og samstarfi við bæjaryfirvöld og starfsmenn. Það má ljafnvel líkja þessu þrasi við heimilisófrið. þar sem pabbinn og mamman eru meiri og minnihluti í bæjarstjórninni og við íbúarnir erum börnin, sum ung og ósjálfbjarga önnur uppkomin og sjálfsæð. Það vita allir að börnin líða fyrir það þegar foreldrarnir rífast og þeir eru ekki allt of sælir af rifrildinu sjálfir.
Að lokum vil ég minna á að það er ágætis siður að láta eina blóðnótt líða áður en gripið er til hefnda.
Athugasemdir
Ég er farin að hafa áhyggjur...... hmmm..........
Það er bannað að vera níræð á laugardaginn...
Það má ekki einu sinni vera fjörutíu og níu eða fimmtug.
Það er síðasta kvöldmáltíðin þar sem ungleikinn er í fyrirrúmi. Mæting kl. 18:00
Gló Magnaða, 14.9.2007 kl. 08:43
Frábært hjá þér Matthildur.
Þessi færsla á við um alla þætti sem koma upp á nú orðið,
það þurfa allir einhvernvegin að hafa rétt fyrir sér,
svo að þeir geti sagt að þeir hafi átt þessa tillögu.
Er ekki bara hægt að vinna saman.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.9.2007 kl. 13:23
Sá einmitt svipað skrifað af Guja Þorsteins í kommentakrefi BB.is. Það eru greinilega fleiri ísfirðingar þreyttir á pólitíkusunum þar í bæ. Enn og aftur ítreka ég hversu fegin ég er að búa í Bolungarvík.......
Svo þarf ég bráðum að komast með þér á trúnó...
Ylfa Mist Helgadóttir, 14.9.2007 kl. 17:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.