Hrós vikunnar, íslensk kjötsúpa og rás 1

Hrós vikunnar fær hún Ylfa Mist á Langa Manga sem ber fram ekta íslenska kjötsúpu með rás 1 á hverjum miðvikudegi.  

Í hádeginu í dag, eins og raunar flest hádegi, fór ég á Langa og fékk þar að upplifa þessa gömlu og góðu íslensku stemningu.   Þar var á borðum ekta íslensk kjötsúpa með stórum lambakjötsbitum, kartöflum og rófum.  Alveg himnesk súpa verð ég að segja og það var skemmtileg stemning að hafa rás 1 í gangi.  Sumum gestunum þótti að vísu síðasta lag fyrir fréttir ekkert sérstaklega skemmtilegt, enda var það svona sópran lag.  Þá var bara lækkað þangað til konan í útvarpinu hætti að æpa og hækkað aftur þegar fréttirnar byrjuðu.  Það kom yfir mig einhver ró, einhverskonar öryggi og vissa um að þó allt sé alltaf að breytast og allir séu að flýta sér skiptir það engu máli.  Tíminn líður alveg jafn hratt hjá okkur öllum.  Við munum bara ekki alltaf eftir að njóta hans.

haust2007kindur 030haust2007kindur 041

 Það er fátt íslenskara en íslensk kjötsúpa og rás 1 í hádeginu nema ef vera skildi göngur og réttir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var hún ekki búin að panta hrósið ?

Rámar í það.

Súpan ágæt svosem.

Hvað er í matinn á morgun ?

amma (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 23:55

2 Smámynd: Gló Magnaða

Aspassúpa með hummus og pestó. -  Pass hjá mér í dag.

Það á greinilega að troða þessu hummusógeði í mann hvað sem það kostar. Lauma því í súpurnar líka. Eins gott að fylgjast með.    

Gló Magnaða, 20.9.2007 kl. 09:18

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Iss þú er bara hlutdræg Hehehehe

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.9.2007 kl. 19:51

4 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Voðalega eruð þið leiðinlegar við mig þarna kommentakellingar!!

En takk fyrir ´hrósið elsku Matta mín, við söknuðum þín í dag. Vona að heilsan batni fljótt. Hér siglir næsta barn hraðbyri í kvefpestina.....

Guðrún: Vertu ekki svona vond. Ég sem er að fara að redda þér og þinni útsendingu á morgun,´sé að auki um að þú nærist og dafnir, á þetta ekkert skilið frá þér þaddna.......

Eygló: Hummusið var með BRAUÐINU! Aspassúpan var unaðsleg og þú SKALT borða hummus áður en ég verð öll. Það er öruggt.

Cecil: Þú skalt bara koma næsta miðvikudag og vera með í stemningunni. En mundu; það má alls ekki tala hátt á meðan hlustað er á veðurskeytin og fréttirnar :)

Ylfa Mist Helgadóttir, 20.9.2007 kl. 20:41

5 identicon

Hver segir að ég sé vond. Þó maður sé ekki að nú ekki endalaust að sleikja upp elhús konuna sem kyndir ofninn minn. Er ekki á launum við það , elsku kellingin mín ... En hlakka til að heyra í þinni yndislegu símavændisblíðu rödd í svæðisútvarpinu í kvöld. smakk smakk.

amma (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 01:12

6 Smámynd: Gló Magnaða

Tekið beint af langimangi.is "aspassúpa með hummus og pestó" hvernig á maður að skilja þetta öðruvísi en að gumsið sé útí. Ég tók allavega ekki sénsinn.

Ég er að safna stuðningsmönnum og gengur vel:

Eflum íslenska tungu, út með hummus, inn með baunakæfu eða baunastöppu.

Gló Magnaða, 21.9.2007 kl. 09:00

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Göngur og réttir hef ég lesið um í bókum og blöðum en kjötsúpa og rás 1 virkar spennandi.  Kem að vörmu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.9.2007 kl. 11:14

8 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Ásthildur; auðvitað er ég hlutdræg en súpan stendur undir hrósinu það get ég svarið.

Amma; Hún Ylfa pantaði ekki hrósið en það er ódýrara að auglýasa rás1 en að auglýsa á rás1

Eygló og Ylfa; ég er á því að það sér verðugt verkefni að fá hana Eygló til að smakka kjúkklingabaunakæfu.

Jenný; Vertu velkomin vestur bæði í göngur og kjötsúpu. 

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 21.9.2007 kl. 17:48

9 Smámynd: Gló Magnaða

Af hverju er ekki hægt að virða rétt minn til að borða ekki hummus.

Díll: Ég skal smakka hálfa teskeið af hummus ef þið Ylfa borðið heilan disk af blóðgraut. Ég skal borða einn disk af blóðgraut með ykkur.

Gló Magnaða, 24.9.2007 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband