Hverjir vinna við að ljúga?

Einhverju sinni sagði ágæt kona að lögmenn og prestar ættu það sameiginlegt að þeir ynnu við að ljúga.  Ég gaf svo sem ekki mikið fyrir þessa yfirlýsingu,  enda trúir kona þessi á blómálfa og fleira í þeim dúr og ég þekki hana af stórum orðum. Ekki misskilja mig, mér finnst hún frábær. Nú hefur nokkur umræða verið á blogginu og í þjóðfélaginu öllu um væga dóma yfir hræðilegum glæpamönnum.  Og einhverjir hafa hneykslast á að verjendur geti fengið sig til að vinna fyrir þá.  Þetta fékk mig til að hugsa í alvöru um þessa setningu. Hverjir vinna við lygi?

Fyrst koma upp í hugann jólasveinar.  Þeir eru auðvitað ekki til, en til eru menn sem dulbúa sig sem jólasveina, ganga um bæinn um jólaleytið, syngjandi með poka á baki og fá greitt fyrir það. Það er mjög auðvelt að skera úr um þeirra starf.  Atvinnulygarar. 

Leikarar fást við það að þykjast vera einhverjir aðrir en þeir eru í raun og veru.  Þeir ganga mjög langt og smíða jafnvel heilu og hálfu húsin til að styðja lygina.  Þeir eru klárlega eitt augljósasta dæmið um atvinnulygara.  Það merkilega er að engum finnst ljótt af leikurunum að ljúga, ekki einu sinni þeim sjálfum.  Það er því augljóst leikarar vinna sem lygarar.

Prestar segja okkur að Guð sé til og flestir þeirra halda því jafnvel fram að hún sé karlmaður.  Í það minnsta er talað um hana sem föður í flestu ef ekki öllu kynningarefni kirkjunnar.  Skynsemin segir okkur að hún Guð sé auðvitað ekkert til, nema í kollinum á okkur sumum, í næstu skúffu við jólasveininn. Niðurstaðan er því sú að prestar eru lygarar að atvinnu. 

Lögmenn eru auðvitað síljúgandi, það höfum við margoft séð í sjónvarpinu og sumir eiga líka persónulegar sögur því til stuðnings. Það er nefnilega líka lygi að láta vera að segja frá.  En þeirra vinna gengur ekki alltaf út á sannleikann og því ekkert sjálfsagðara en fella yfir þeim þann dóm að þeir séu í raun atvinnulygarar.

Rithöfundar eru kannski mestu lygararnir.  þeir spinna upp lygasögur svo trúlegar að við teljum okkur þekkja sögupersónurnar þeirra.  Þekkjum þær og þykir vænt um þær.  Fyllumst jafnvel söknuði og sorg þegar bókin er búin og við vökum upp við það að við munum líklega aldrei hitta persónuna aftur.  það þarf ekki að velta því meira fyrir sér, lygarar.

Ég sé að það er vandasamt að finna starf sem ekki krefst lygahæfileika enda hef ég ekki enn talið upp, snyrtifræðinga, hárgreiðslufólk, ljósmyndara og fleiri sem vinna við að ljúga með því að breyta.  Þetta sannar bara enn og aftur að lífið er alls ekki einfalt og það getur verið satt að eitthvað sé lygi, og öfugt.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill hjá þér kona. Ég vil bæta við blaðamönnum og fréttariturum. Veit til þess að sveitarstjórinir pína þá til að vera með " jákvæðar " fréttir , eins og það sé þeirra skylda. Hagræða sannleikanum. Manstu fréttirnar um fulla ökumanninn sem löggan tók, " var utanbæjarmaður, eða útlendingur " í fréttunum. Mætti kannski tékka á því hvort bærinn borgi fréttariturum sem heyrist stundum í eða bb liðinu pening fyrir jákvæðar fréttir. Spurjum halldór.

annars held ég að lífið sé bara lýgi !

Grelöður (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 01:09

2 Smámynd: Gló Magnaða

Ég er á því að við Vestfirðingar kunnum ekkert að ljúga. Eins og til dæmis með veðrið. Reykjavíkingur hringir í okkur í vinnuna og spyr um veðrið, þá svörum við gjarnan "já veðrið er fínt, en það er skíað" eða "veðrið er fínt, en það er vindur". Við finnum þann litla hlut sem mögulegt er að gera veðrið ekki eins gott og það er og teljum hann fram.

 Af hverju haldið þið að það sé stimplað í alla landsmenn að það sé alltaf svo gott veður fyrir austan? Það er af því að þeir eru duglegir að ljúga um veðrið. Ég komst að þessu þegar ég dvaldist eina viku á Austfjörðum fyrir nokkrum árum. Ég hlustaði þá mikið á útvarp eins og maður gerir gjarnan í fríum og ausfirðingarnir hringdu umvörpum inn á útvarpsstöðvarnar til að láta vita af glammpandi sól og hita og maður rauk á dyr til þess að upplifa herlegheitin en þá var bara skíað og vindur og skúrir og allskonar sem þeir telja ekki með.

Gló Magnaða, 28.9.2007 kl. 11:22

3 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

ég las fljúga

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 28.9.2007 kl. 12:49

4 Smámynd: Gló Magnaða

Denni ertu með less-blindu?

Gló Magnaða, 28.9.2007 kl. 14:25

5 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

nei ég lesbískur

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 28.9.2007 kl. 16:55

6 Smámynd: Fulltrúi fólksins

Flott færsla.

Gló: Svo innilega sammála þér með veðrið, hef staðið mig oft að því að segja þegar ég lít út um gluggan, "jájá, það er nánast logn en á það til að vera vindasamt inn á milli (norðan 15 og rigning)".  En við vitum manna best að fólk upplifir ekki logn fyrr en það kemur hingað!

Svo mundi ég vilja bæta við Stjórnmálamönnum, en þeir eru snillingar í að lofa einhverju og standa ekki við það. 

Fulltrúi fólksins, 28.9.2007 kl. 22:07

7 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Góður pistill og mikið til í þessu hjá þér.

Nei annars, ég var að ljúga =oP

Hjördís Þráinsdóttir, 29.9.2007 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband