30.9.2007 | 00:30
Hrós vikunnar fær Grjóthrun í Hólshreppi.
Í endalausri leit minni að skemmtilegum uppákomum sem gefa tilverunni líf og lit, dett ég stundum niður á atburð eða uppákomu sem verðskulda hrós vikunnar. Til að tryggja mig fyrir hugsanlegri gagnrýni í framtíðinni skal tekið fram að ef vikulegt hrós er ekki birt vikulegt, þýðir það ekki að enginn eða ekkert eigi hrós skilið heldur einungis að þá vikuna hef ég ekki verið að fylgjast með af áhuga. Að þessu sinni fer hrós vikunnar til Grjóthruns í Hólshreppi. Þeir örfáu sem ekki þekkja hunið eru hér með upplýstir um að Grjóthrun í Hólshreppi er landsfræg hljómsveit frá Bolungarvík sem hefur að eigin sögn spilað tvisvar í sjónvarpinu.
Það var skemmtileg stemning á Langa Manga í gærkvöldi þegar æringjarnir í Hruninu tóku lagið. Þó fleiri hefðu komist að en vildu og grúppíurnar hafi stungið af snemma heppnaðist uppákoman vel. Ráðgjafi hljómsveitarinnar og æðsta gúppía dreifði söngbókum með textum upplýsingum um meðlimi hljómsveitarinnar. Þar kemur meðal annars fram að Haraldur Ringsted er slagverksleikari og kyntröll hópsins, Grímur Atlason hugmyndafræðingur og bæjarstjóri í frístundum, Jón Elíasson slökunarsérfræðingur og slaggígjuleikari og síðast en ekki síst má telja Lýð lækni Árnason málpípu og kuklara. Þetta kvöld höfðu þeir liðsauka en Hrólfur Vagnsson spilaði einnig með á nikku .
Það er ekki auðvelt að skilgreina tónlistarstefnu hjá svona djúpu bandi því ætla ég að láta það alveg vera. þeir eiga þó sérstakt hrós skilið fyrir kímni textagerð, jafnvel í textum um háalvarleg mál. Eins og áður sagði flokkast þessi hljómsveit ekki auðveldlega og líkist ekki neinni annarri. En gamla pönkaranum í mér var oft skemmt þetta kvöld. Hvort sem söngvarinn Lýður gerir sér grein fyrir því eða ekki þá hefur hann ekki ósvipaða rödd og Robert Smith. Það tengist Lýði á annan skemmtilega klikkaðan hátt því eins og flestir vita syngur Robert þessi í hljómsveitinni the Cure. Já, hann Lýður nær meira að segja að ískrinu þó hann fari sparlega með það.
Athugasemdir
Já ég ætla að taka undir þetta hjá þér, þeir voru mjög skemmtilegir!
Marta, 30.9.2007 kl. 04:16
Þetta var mjög skemmtilegt hjá þeim og tónleikgestir almennt abbó úr í Víkara útaf þeirra snilldar bæjarstjóra.
Gló Magnaða, 30.9.2007 kl. 08:53
Alveg sammála, þeir voru góðir.
Hjördís Þráinsdóttir, 30.9.2007 kl. 14:27
úff svo er ég að spila á næstu helgi....ég er hættur þessu rugli....nei djók
fínt já sæll já fínt já sæll
Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 1.10.2007 kl. 19:56
Lýður er æði....gamli pönkarinn í mér segir svo. Ástæðan fyrir að ég er ekki farin að sofa núna er sú að ég svaf í dag og getómögulega sofnað núna....á líka í heljarsamræðum við betri helminginn að Ísafjörður sé besti staðurinn tl að koma heim til. Sem er kannski vitleysa ef maður þarf að gera eitthvað annað til að lifa en að hanga á Langa manga daga og og nætur.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.10.2007 kl. 01:50
Katrín mín Ísafjörður er auðvitað frábær staður til að búa á og ég hef það fyrir satt að fólk hér sé almennt í vinnu milli þess sem það hangir á Langa Manga.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 2.10.2007 kl. 08:37
Þeir eru feitir, loðnir og ljótir...
Nema Halli. Hann er kyntröll!
Góða ferð suður mín elskulega.
Ungfrú 5.bekkur 1985
Ylfa Mist Helgadóttir, 4.10.2007 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.