9.10.2007 | 11:05
Pöddufælni á Mogganum
Þær eru skrítnar og skemmtilegar þessar pöddufréttir sem við höfum fengið að lesa á mbl.is að undanförnu. Ég hef ákveðið að láta þessar fréttir ekki slá mig út af laginu. Ætla ekki að láta umfjöllun um hræðilegar en sjaldgæfar sýkingar ferðalanga í Bandaríkjunum hræða mig frá því að ferðast. Jafnvel þó ég sé hrædd við köngulær.
Ég er með tilgátu um hvaðan þessar fréttir koma. Fréttamaðurinn eða fréttakonan sem skrifar um pöddur og sýkingar er með fælni. Skordýrafælni, veirufælni og Bandaríkjafælni. Góðu fréttirnar eru þær að fælni er að flestra mati áunnin eða lærð og það er hægt að lækna hana. Viðkomandi ætti að skella sér í skordýraskoðunarferð til Bandaríkjanna.
Í dái eftir moskítóbit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta hefur verið Bandaríkjafælni í þessu tilfelli. Eða moskítóflugan verið með fordóma gagnvart bretanum ?
amma (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.