Geðorð númer tvö

Ég vissi það og ég sagði það í gær.  Geðorð númer tvö er ekki mikið skárra en númer eitt.  Hlúðu að því sem þér þykir vænt um.  Þetta er auðvitað runnið undan rifjum einhverrar karlrembu.  Karlrembu sem sérhæfir sig í að brjóta niður fólk með ofsóknaræði.  Það sér hver kona að í þessu felast dulin skilaboð til kvenna og karla. 

Skýr skilaboð um þjónustulund og undirgefni.  Með öðrum orðum ef þú hleður ekki undir rassgatið á því sem þér þykir vænt um þá......  Það kemur raunar ekki fram hvað gerist sem er auðvitað æðsta stig hótunar.  Það er ekkert óttalegra en það ókunnuga.  Ekki síst fyrir þá sem eru smá klikk í hausnum.

Auðvitað kemur mér þetta ekkert á óvart.  Þetta er einungis hluti af stærra máli, hluti af stóra samsærinu.  Því forna samsæri sem ól af sér það skipulag að láta helming mannkyns vinna frítt eða í það minnsta fyrir smotterí.  Konur hafa jú alltaf borðið hitann og þungann af umönnun barna, sjúkra og aldraðra.  ýmist í illa launaðri þegnskylduvinnu eða ólaunaðri fjölskyldu umönnun. Hvað munar þær um að bæta á öllu því sem þeim þykir vænt um.  Og því sem þeim, sem þeim þykir vænt um, þykir vænt um.

Tökum dæmi.  Konu þykir vænt um foreldra sína, býður þeim í mat og stjanar við þau á alla kanta.  Karli þykir vænt um foreldra sína og býður þeim í mat og konan hans eldar matinn og stjanar við þau.  Í báðum tilvikum er konan svo heppin að fá að gefa af sér og hlýtur að launum aðdáun og þakklæti en enga kaupréttarsamninga.

Ég vissi að það væri óráð að lesa fleiri geðorð, en ég réði ekki við forvitni mína.  Nú er ég aftur á móti alveg sannfærð um að þessi geðorð séu ekki öll sem þau eru séð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert algjörlega, gjörsamlega frábær. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.10.2007 kl. 00:27

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Frábæra Matthildur þú vekur mann til umhugsunar um hvernig hlutirnir eiga ekki að vera, vissi það nú svo sem,en ég spyr fær konan eitthvert þakklæti?
Eins og þú segir, heldur engan kaupréttarsamning,
sko eða.??????????? allt hitt. Nenni ekki að telja það allt upp,
enda vita allar konur að þær eiga að standa í lappirnar, vona ég.
Fyrirgefið en þetta er mér afar kært umræðuefni  þessa dagana, þar sem dóttir mín ein er að standa í skilnaði, og þessi skrif þín Matthildur passa vel við hennar vanda.  K.v. um góðan dag.          Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.10.2007 kl. 07:46

3 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

hahahhahahhahaha! tek undir með JAB, þú ert algjörlega, gjörsamlega frábær

Harpa Oddbjörnsdóttir, 17.10.2007 kl. 08:40

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Snilld! Að hlúa að einhverju er einmitt, hefur einmitt þessa, kvenlegu sjálfsfórnandi hugsun falda í sér! Frábær lestur! takk fyrir mig

Sunna Dóra Möller, 17.10.2007 kl. 09:23

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.10.2007 kl. 10:25

6 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Ég er orðin svo vör um mig eftir lestur geðorðs tvö að ég velti því fyrir mér hvort þið séuð ekki örugglega að hlægja með mér ekki að mér.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 17.10.2007 kl. 15:00

7 identicon

Og ég sem hélt að þú værir ok eftir að bleiku pillurana kláruðust! upps!!! Nú er ég viss um að ég fái ekki að leika við þig oftar...ég hélt að þú vissir að það ætti ekki að draga í efa eitthvað sem þér meira menntaðir menn hafa sett fram og sannað að það sé hið eina rétta. Lærðir þú ekki neitt og hvað heldur þú að Auður okkar segi svo ekki sé minnst á kennarana á námskeiðinu?!

gretaskula (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband