18.10.2007 | 22:15
Lærðu af mistökum þínum, kona!
Í ljósi umræðu um fyrirhugað karla málþing um atvinnumál á Ísafirði, þar sem 15 karlar og 2 konur halda tölu, ætla ég að tileinka þeim konum sem skipulögðu það geðorð númer fjögur Lærðu af mistökum þínum. Það er nú einu sinni þannig að öllum getur orðið á að gera mistök. Það sem skiptir meira máli er hvernig þú bregst við þeim. Hvort þú leiðréttir þau, lærir af þeim, kennir öðrum um eða tekur þetta bara á gamla góða hrokanum.
Svo ég haldi nú áfram með samlíkinguna um karla málþingið er líklega of seint að leiðrétta mistökin. Vonandi munu skipuleggendur læra af þeim og skila betri vinnu næst þegar þeim verður falið að skipuleggja viðburð að þessu tagi. Ég segi næst því tvennt er víst, engin verður látin hætta og önnur málþing verða haldin og skipulögð. Ég óttast að vísu innst inni að ráðamönnum og konum þyki það ekki skipta neinu máli hvort karlar eða konur tali, að hrokanum verði beitt gegn hverjum þeim sem kann að finnast annað.
En kannski var ég bara að misskilja þetta geðorð. Þessu var auðvitað beint til mín. Ég á að læra af mistökum mínum. Þeim mistökum að halda að konur í atvinnulífi á Ísafirði skiptu einhverju máli, hefðu einhverja vigt. Að halda að reynsla okkar, gáfur, kraftur og útsjónasemi væri nothæf er sjálfsagt mistök. Að telja okkur konurnar meðal máttarstólpa samfélagsins er mistök. Að fyllast stolti yfir því að skapa verðmæti og þjónustu með starfsfólinu okkar er mistök.
Hver væri þá lærdómurinn? Að sjá ekki, heyra ekki og þegja.
Athugasemdir
Var að lesa um sama mál hjá Ólínu og hm. hvað skal segja, ég á eiginlega ekki orð yfir þessu klúðursfyrirkomulagi.
Takk fyrir góða færslu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.10.2007 kl. 22:24
Segi það enn og aftur... Þið hefðuð meira vægi ef þið væruð meira SEXÝ!! Sjáðu bara mig! Ég er sexý! og ég hef vægi á við eigin þyngd. Í GULLI!!!
múahahahaha
Ylfa Mist Helgadóttir, 18.10.2007 kl. 22:28
Mér finnst þetta eiginlega alveg með ólíkindum og á ekki til orð! Flott færsla hjá þér og það er um að gera að vekja máls á þessu!!
Sunna Dóra Möller, 19.10.2007 kl. 09:48
Matthildur - eigum við ekki bara að efna til málþings um hlut kvenna í atvinnulífi?
SÝNA fram á að konur hafa vægi - og að þær hafi eitthvað til málanna að leggja.
Ertu með?
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 19.10.2007 kl. 11:04
Að sjá ekki, heyra ekki og þegja. nei það eru reginmistök og það veit ég að þú veist, þú gefst aldrei upp.
Eruð þið ekki búnar að fatta þetta stelpur,
greyin eru skíthræddir við okkur, þeir eru búnir að gera sér grein fyrir því,
að við erum miklu betur máli farnar en þeir, og að sjálfsögðu klárari.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.10.2007 kl. 11:30
Haha....... Birna er að reyna að rétlæta kallaþingið á bb.is
http://bb.is/Pages/26?NewsID=107160
Kellingar eiga bara að þegja og vera þakklátar fyrir að einhver kall skuli vilja segja eitthvað á þessu málþingi.
Gló Magnaða, 19.10.2007 kl. 16:24
Já Gló það er mikilvægt fyrir móralinn að allir séu vinir, líka þessar ósýnilegu.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 19.10.2007 kl. 16:30
Mér lýst vel á tillögu Ólínu um málþing um hlut kvenna í atvinnulífinu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2007 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.