Harma hörmulegar skoðanir

Þau bera með sér kaldan boðhátt skilaboðin sem yfirvaldið sendir okkur almúganum á vef Bæjarins Besta. þar segir hún Birna okkar Lárusdóttir með þjósti að umræðan um málþingið snúist ekki um atvinnumál.   Ég ber virðingu fyrir kraftmiklu fólki með skoðanir og skap, en er nú ekki full mikið að ætlast til að stjórna umræðum út í samfélaginu.  Ekki dettur mér í hug að þagna þó einhverjum kunni að þykja skoðanir mínar lítils verðar.  Það fer nefnilega oft saman gagnrýnin hugsun og athafnasemi.  Er það ekki einmitt svoleiðis fólk sem á að virkja í atvinnumálum.  Er þetta ekki fólkið sem er alla daga að vinna að atvinnuuppbyggingu. 

Svo ég víki aðeins að skorti á umræðum og tillögum um atvinnumál frá okkur vandræðakonunum, sem lítið eigum að geta nema rifið kjaft og talið konur á málþingum.  Já og skemmt glansmyndina um hvað allt sé frábært hérna.  Þá finnst mér það í raun sérstakt að þó við séum ekki boðnar að háborðinu er okkur þó sendur tónninn fyrir að setja ekki fram málefnalegar umræður og raunhæfar tillögur.  Hvar eigum við að setja tillögur okkar fram?  Á blogginu auðvitað.

Sigríður systir mín, sem að hætti kvenna dútlar við rekstur gistihúss og rútufyrirtækis í Ísafjarðabæ, kom ágætlega orðum að ástandinu í atvinnumálum á Vestfjörum á morgunverðarmálþingi okkar systra áðan.   Hún líkti Vestfjörðum við tún sem er að skrælna.  Til að atvinnulíf fái blómstað hér þarf að lempa vatnsslönguna því það er brot á henni.  Eða er kannski búið að skrúfa fyrir. 

Til að við getum rekið fyrirtæki hérna í samkeppni við aðra landshluta þurfum við að komast í samband við umheiminn.  Þá er ekki verið að tala um eina og eina brú.  Bundið slitlag á 50 km bút. Eða eitthvað kannski bráðum.  Heldur að ráðamenn og konur haf dug og þor til að gera stórátak í vegamálum og ljúka bæði djúpleið og vesturleið.  Vesturleið til að tengja saman suður- og norðurfirði auk þess sem sú leið yrði styttri en djúpleiðin til Reykjavíkur. Þjónustusvæðið hérna er svo lítið að það er á mörkunum að hægt sé að reka sérvöruverslanirnar hér á Ísafirði með ásættanlegum hagnaði.

Stórbæta þarf möguleika okkar á öruggum nettenginum.  Bæði með því að hringtengja ljóðleiðara á Vestfjörðum og uppfæra búnað til að hægt sé að auka bandvídd.  Eins og staðan er í dag erum við langt á eftir öðrum hvað varðar vegi og tengingar.  Til að tölvufyrirtæki eins og Snerpa og Netheimar fáið blómstrað og geti fyrir alvöru sótt á markað út fyrir svæðið þurfa þau að hafa tryggar tengingar.  Það er útbreiddur misskilningur að stækkun netsambanda til Vestfjarða sé einungis til þess að auka og bæta aðgengi okkar að afþreyingarefni.  Flestum framleiðslufyrirtækjum er nauðsynlegt að hafa góða tengingu við umheiminn. til að koma vöru sinni á framfæri og í samskiptum við viðskiptavini um allan heim.  Fyrirtæki og stofnanir með starfsemi út um allt land byggja á góðum netsamböndum. 

Stundum hef ég sagt að okkur myndi vegna betur er ríkið hætti að leggja stein í götu fyrirtækja úti á landi.  Þá á ég t.d. við þær íþyngjandi reglur sem settar eru á opinberar stofnanir um hvar þær eigi að versla.  Stór útboð eru haldin.  Öll innkaup sett á eitt fyrirtæki sem samkvæmt skilmálum á að hafa starfstöð í Reykjavík.  Þetta útilokar minni fyrirtæki á landsbyggðinni sem vilja bjóða í hluta starfseminnar.  Allt í nafni hagræðingarinnar en eins og starfsmenn ríkisstofnana úti á landi þekkja eru mörg dæmi um að þjónustan verður dýrari. 

Ég skora á ráðamenn og konur þjóðarinnar að gera okkur Vestfirðingum kleyft að bjarga okkur með því að tryggja okkur þá grunnþjónustu að hafa bæði vegi og nettengingar. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta

Alveg sammála! Það var svo pínlegt að hlusta á útvarpið um daginn þar sem verið var að tala um gatnakerfið í höfuðborginni. Þessi maður sem ég reyndar man ekki hver var, var að tala um það að það þyrfti að eyða mun meiri pening í gatnakerfið í Rvk. Hann sagði að fólk vildi sprengja eitthver göng og laga vegi út á landi en að þetta væri mun brýnna... Úff, ég varð svo reið! Það er eins og fólk nái ekki um hvað málið snýst?

Marta, 21.10.2007 kl. 03:03

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vel mælt Matthildur.  Það má líka benda á ýmislegt annað, eins og að flugvöllurinn er allt í einu ekki alþjóðlegur flugvöllur, svo flugvélar á leið til Grænlands mega ekki lenda hér.  Höfnin var einu sinni útfluttningshöfn, en var allt í einu ekki, tollarinn farinn og alles.  Hvað er fólk eiginlega að hugsa.  Síðan kemur tilskipun að sunnan um að starfsmenn hafnarinnar hafi ekki næga þekkingu.  Það er allstaðar lagður steinn í okkar götu, og að því er virðist án neinna teljandi mótmæla þeirra sem eiga að sjá um okkar mál. 

Ég segi sama, ríkisstjórnin á að láta okkur í friði.  Og hætta þessu reglugerðafargani sem er íþyngjandi og algjörlega óþarfi. Og hana nú.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2007 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband