22.10.2007 | 19:41
Ég hreyfi mig daglega en það þyngir stundum lundina.
Auðviðtað hreyfi ég mig daglega það gefur auga leið en sumar hreyfinga létta alls ekki mín lund, þvert ofan í það sem gefið í skyn í Geðorði númer fimm. Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina. Ég hef því tekið saman lista um helstu hreyfinga sem þyngja lund mína. Hreyfingar sem pirra og ergja.
Það léttir mér ekki lund þegar síminn hringir og ég finn hann hvergi í húsinu. Unglingarnir á heimilinu eiga það til að skilja hann eftir á ólíklegustu stöðum. Inn á klósetti, niður í kjallara eða fram í forstofu. Þegar síminn loks finnst er hann hættur að hringa eða síminn var ekkert til mín, erindið var við annan af af fyrrnefndum unglingum.
Það léttir mér ekki lund þegar ég er lögð af stað út úr húsi, komin niður tröppurnar og uppgötva þá að ég gleymdi, veski, síma, lyklum eða einhverju öðru. Það þýðir að ég þarf að hlaupa auka ferð upp og niður tröppurnar. Vissulega gæti ég gengið rólega í stað þess að hlaupa en það er engin trygging fyrir því að hægagangur þyngi lund minna er hlaup.
Að skipta um dekk er prýðileg hreyfing en kemur konu þó oftast í sérlega slæmt skap. það er að vísu mörg ár síðan ég þurfti síðast að skipta um dekk. En ég man vel hvernig óánægjan hríslaðist niður eftir bakinu á mér við dekkjaskipin með regninu. En í minningunni er alltaf rigning og rok þegar springur á bíl. Já og myrkur. Og tjakkurinn tíndur. Og skrúfurnar fastar. Og..
Síðast en ekki síst vil ég nefna klósettþrif sem geðletjandi hreyfingu. Þetta er að vísu góð teygja en ég þekki engan sem finnst það létta lund. Að hræra í annarra manna skít með illa lyktandi, baneitruðum efnum, er ekki létta mér lund.
Athugasemdir
Ég er svo sammála þér hér, með þetta allt! Símahlaupin...lendi í því oft á dag....
Komin út í bíl.....gleymdi einhverju...og hleyp inn....
Hef reyndar aldrei skipt um dekk....en ég veit að ég mun ekki hafa gaman af því...
Klósettið er alveg sér kapítuli...OMG hvað það léttir ekki lund!
Þessi pistill er svo mikil snilld að ég hreinlega er léttari í lund eftir lesturinn
!
Sunna Dóra Möller, 22.10.2007 kl. 20:24
Af hverju geta gríslingarnir ekki sett símann í statívið
Alltaf ertu jafn nösk á að finna þessi litlu daglegu atriði, og bera þau fram 
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2007 kl. 21:04
Það er samt möguleiki að það sé eitthvað til í þessu með hreifinguna og að vera í stuði. Ég til dæmis labba alltaf á Langa Manga og dvel svo þar heilu og hálfu kvöldin í miklu stuði.
Gló Magnaða, 23.10.2007 kl. 09:51
Allt í lagi ég útiloka ekki að til sé geðgóð hreyfing.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 23.10.2007 kl. 11:01
hahahaha, já, þegar það springur á bílnum hjá mér er ALLTAF RIGNING, OG ALLTAF myrkur hehehehe!!!
Og það gerist nefninlega of oft!
Ólöf (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 15:46
Sem betur fer þarf ég aldrei að hræra í annarra manna skít þegar ég þríf klósettið. Við erum nefnilega með svona vatnskassa á okkar klósetti. Hann gerir það að verkum að þegar einhver hefur skitið, má toga í pinna ofan á fyrrnefndum vatnskassa og þá kemur vatnsgusa ein hressileg sem skolar klósettskálina og skítnum útí sjó. Ég tel að u.þ.b. flest heimili í Bolungarvík nýti sér þessa nýjung. Jafnvel einhver heimili á Ísafirði lika. Það er byggingavöruverslun sem selur þessi klósett á Eyrinni. Húsasmiðjan. Þetta er dálítið dýrt en vel þess virði til að losna við þá kvöð að hræra í annarra skít :)
Ylfa Mist Helgadóttir, 23.10.2007 kl. 22:08
Sæl mín kæææææææra ég fann þig á netinu af tilviljun .............gaman .............erum að koma vestur 10 des .......hlakka til að sjá þig
kveðja Hulda Lind
Hulda Lind (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 19:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.