25.10.2007 | 09:01
Villtu koma í bíó?
Mér hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá "my other self" það er mér bæði ljúft og skylt að birta hana. Ég sá myndina um Óbeislaða fegurð þegar hún var frumsýnd í Regnboganum fyrr í mánuðinum og get staðfest að myndin er mjög skemmtileg. Það kom mér á óvart því ég hélt fyrirfram að þetta yrði meiri ádeila, alvarlegri. Hitt sem kom mér alveg í opna skjöldu er hvað ég virðist lágvaxin í þessari mynd. Mér bregður nokkrum sinnum fyrir í hóp og þar er ég alltaf sú stutta. Nema þegar ég stend við hliðina á Grétu Skúla og þakka ég almættinu fyrir að senda mér svona lágvaxna vinkonu. Ég hvet ykkur til að koma, þetta verður hin besta skemmtun og þið ættuð ekki að missa af tækifærinu til að sjá Ástu Dóru og aðra keppendur á rauða dreglinum.
Heimildarmyndin um Óbeislaða Fegurð verður sýnd í Ísafjarðarbíói núna í lok október. Sýningar á myndinni sem er 56 mín löng verða tvær. Hrafnhildur Gunnarsdóttir leikstjóri myndarinnar verður viðstödd frumsýninguna og mun hún spjalla við kvikmyndagesti og svara fyrirspurnum eftir myndina.
Föstudaginn 26. október kl. 21:00
Sunnudaginn 28. október kl. 17:00
Miðaverð er kr. 1000
Allur ágóði af sýningunum rennur til Sólstafaog er það von skipuleggenda að sjá sem flesta. Myndin hefur fengið góða dóma og er mjög skemmtileg. Fjallað var um hana í Kastljósi 8. október og í þættinum 07/08 á RÚV. Viðtalið við Hrafnhildi er aðgengilegt á vef Þorsteins Joð .
Forsala aðgöngumiða hófst miðvikudaginn 24.október 2007 á Langa Manga og í verslun Office 1 á Ísafirði. Einnig er hægt að senda póst á netfangið m@snerpa.is eða hringja í Matthildi í síma 8404001.
Athugasemdir
ég kem.
amma (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 19:07
Heyrðu mig Matta mín, aldrei hef ég tekið eftir hinum dverlega vexti þínum, enda ertu frekar stór í mínum huga, eða eins og máltækið segir, Oft veltir lítill stubbur stórri þúfu
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.10.2007 kl. 20:08
ég er nú ekki stór...
Ylfa Mist Helgadóttir, 26.10.2007 kl. 14:22
Viltu....
Ylfa Mist Helgadóttir, 26.10.2007 kl. 14:23
Andinn er reiðubúinn, en holdið er með eitthvað bölvað vesen svo ég kemst barasta ekki í bíó. Svo ég suða bara enn og aftur - verður myndin ekki örugglega sýnd í sjónvarpinu?
Harpa J (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 17:19
Takk fyrir mig ! Þetta var yndisleg mynd, frábær...hefði viljað sjá fleiri í bíóinu í kvöld. En það er önnur sýning á sunnudag. Vona að bæjarstjórnir fari og sjái hversu frábærir einstaaklingar búa í samfélaginu og halda því gangandi á krafti , þori, kjarki og húmornum maður !
Og jú myndin verður einhvern tíma í sjónvarpinu. !
amma (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 23:17
Já ég tók eftir að hinir háu herrar og frúr bæjarins létu ekki sjá sig. Sá aðeins eina manneskju úr bæjarstjórn en hún auðvitað er meðvituð um sitt samfélag og klikkar ekki á svona stórviðburði. Það verður gaman að segja við þetta fólk, þegar Ísafjörður verður orðinn heimsfrægur, hvar varst þú þegar myndin var frumsýnd?
Gló Magnaða, 27.10.2007 kl. 11:31
Gló, vertu aftast!
ögri (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 15:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.