Svarthvít veröld.

Fyrir nokkru skipti ég um toppmynd á blogginu mínu. Nýja myndin sem mér finnst alveg stórglæsileg er úr safni Gústa. Ég átti ekki auðvelt með að velja og því stakk Gústi upp á þessari mynd, vildi meina að ég væri svo mikil málbyssa.  Það er líklega orðum aukið, en þó skal ég játa að ég get stundum haft gaman af argaþrasi.

Það var löngu tímabært að skipta enda hin myndin bæði óskýr og allt of stór.  Hún sýndi fyrstu sólargeisla ársins í fjallinu fyrir ofan Alviðru.  Þessa mildu gulu birtu sem baðar fjallatoppana þegar sólin gægist fyrst í skarðið við Kaldbak handan fjarðarins.  Ég setti þá mynd inn snemma í haust, líklega þegar fór að dimma og ég mundi eftir því að enn einu sinni ætlaði sólin að hverfa á bak við fjöllin.  Þó ég viti með vissu að hún kemur ávallt aftur á nýju ári verður mér alltaf jafn órótt við tilhugsunina um sólarlausan tíma. 

Það má því segja að það fari að grána í fjöll í mínu sálartetri löngu áður en grána fer í fjöllin hér fyrir vestan.  Kúnstin er að láta ekki undan lönguninni að skríða inn í dimman hellinn að sið grábjarnarins og lúra þangað til kona vaknar við eigið garnagaul og hækkandi sól. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gló Magnaða

Þó ljótt sé frá að segja þá verð að viðurkenna það að ég er alltaf hálf fegin þegar sólin hverfur. Dagana áður er hún svo lágt á lofti að manni svíður í augun og sér ekkert. 

Svo er svo gaman þegar hún kemur aftur - Pönnukökur og læti.

Gló Magnaða, 1.11.2007 kl. 08:43

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þegar ég dvaldi fyrir sunnan tvo vetur í skóla, komst ég að því hve í rauninni hún truflar mann við akstur, og bara útiveru.  Þó hún sé gleðigjafinn okkar allra, þá er uhumm getur verið of mikið af öllu.  Og svo bara bíðum við hressar og kátar þangað til hún kemur aftur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2007 kl. 12:36

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég bjó nú á Ísafirði í 9ár, varð ég aldrei vör við það að sólin hyrfi
mér fannst bara alltaf jafn gaman.
Uss, Matthildur þú ert nú ekki í vandræðum með það að hafa gaman.
Get nú bara sagt þér það að hér erum við í vandræðum að keyra fyrir sól
og er það ekki gott, svo ég tali nú ekki um rykið sem sést á öllu þegar sólin er svona lágt á lofti.
En hafðu það nú bara eins gott og þú mögulega getur mín kæra.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.11.2007 kl. 15:50

4 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

þessi mynd lýsir þér vel Matthildur. Fallbyssan:o) Er samt ekki fallbyssa...þegar þetta er svona svarthvítt, er þetta eins og eitthvað stríðstól.

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 2.11.2007 kl. 11:33

5 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Fallbyssa.... á það eitthvað skylt við fallþunga?? Svo finnst mér ekki að Gló eigi að fá að vera fyrst með kommentið sitt... ´Hún á að hafa vit á að vera aftast!!!

Ylfa Mist Helgadóttir, 2.11.2007 kl. 13:12

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svo finnst mér ekki að Gló eigi að fá að vera fyrst með kommentið sitt... ´Hún á að hafa vit á að vera aftast!

 Góð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.11.2007 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband