Er ég að flækja líf mitt að óþörfu?

Geðorð númer sex bendir okkur á að vera ekki að flækja líf okkar að óþörfu.  Enn einu sinn verð ég fyrir miklum vonbrigðum með þessi blessuð geðorð.  Hvað er átt við með þessu?  Er hægt að lifa einföldu lífi í dag og taka jafnframt þátt í þjóðfélaginu?  Síðast en ekki síst er gott að lifa einföldu lifi?

Ég Heiti Matthildur og ég lifi ekki einföldu lífi.  Ég á fjögur börn, tvö með manninum mínum tvö með sitt hvorri konunni og  einungis tvö þeirra með sjálfri mér.  Hann á aftur á móti sín fjögur börn með þremur konum og að auki eitt á himnum, en öll með sjálfum sér.  Þetta virkar kannski flókið við fyrsta lestur. En í framkvæmd er þetta mjög auðvelt, enda svona fjölskyldumynstur algeng á íslandi í dag.  Að vísu eykst flækjustigið hjá okkur aðeins með næstu kynslóð því tengdasonur minn er sonur systur minnar og ég er því ömmusystir ömmubaranna.  Það má segja að dóttirin og tengdasonurinn hafi verið að einfalda líf sitt því þau fækkuðu tengdamömmunum í fjölskyldunni með þessum ráðahag.   

Væri líf mitt betra án þessara dæma um flókið fjölskyldulíf?  Nei ég held ekki. Ég ætla meira að segja að gerast svo djörf að halda því fram að flækjur og óþarfi sé einmitt eitt af því sem gefur lífi okkar gildi.  Hversdagsleikinn getur verið grár og daglegar venjur óbærilega leiðinlegar. Ef ekki væri fyrir undantekningar sem ögra okkur og fá okkur til að hugsa út fyrir kassann væri lífið líklega ekki eins litríkt og skemmtilegt.   Ég mun því halda áfram að flækja líf mitt með óþarfa.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gló Magnaða

Dudurudududududu.........

Ég er afi minn......... 

Gló Magnaða, 2.11.2007 kl. 15:48

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Athyglisverður lestur. Var eiginlega alveg viss um að ég væri bara búinn að fá mér eitt rauðvínsglas í kvöld, en var farinn að efast þegar ég var hálfnaður með lesturinn. Er samt nokkuð viss um að það var bara eitt. Góður pistill og síðasta setningin ákveðið "challenge" sem gerir lífið bara skemmtilegra. Hvað ættfræðina varðar, hefur mér ætið reynst nóg að vita, að við erum öll mæðrabörn

Halldór Egill Guðnason, 2.11.2007 kl. 23:26

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha hvernig ætli það sé þetta einfalda líf, sem er svona eftirsóknarvert. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.11.2007 kl. 12:30

4 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

sæl, ég heiti Ylfa. Ég á mömmu og pabba sem eiga líka börn með fjórum öðrum aðilum. Ég á líka aðra mömmu og annan pabba og þau eiga engin börn nema mig og systur mína sem einnig er móðursystir mín, en okkur eignuðust þau ekki með hvoru öðru. Né nokkrum öðrum ef út í það er farið. Þau eiga líka aðra maka sem eiga börn með allt öðru fólki. Móðursystir og systir mín er einnig tengdamóðir bróður míns sem gerir hana þá líklega að tengdamóður systursonar síns. En til að gera nú hlutina ekki flókna um of ber þess að geta að Faðir minn, þ.e einn af þeim heppnu sem teljast til feðra minna, og stjúpmóðir mín og jafnaldra eiga barn sem er yngra en öll afabörn föður míns. Sjálf á ég þrjú börn með fjórum mönnum.... nei... nú er ég alveg dottin út..... tveimur mönnum. Báðir voru í eina brúðkaupinu mínu og hlutfallslega voru flestir gestirnir tilheyrandi þeim sem ég var ekki að giftast. allt hélt þetta fólk ræður og tölur og engin sem ekki var beint tengdur vissi hvernig þessi eða hinn faðirinn eða móðirin tengdist mér...

En ekkert af þessu er óþarfa flóki. Þetta er einmitt allt mjög nauðsynlegt. Líf mitt er því aðeins fullt af þörfum flækjum. Læt þær óþörfu alveg eiga sig.....

Ylfa Mist Helgadóttir, 3.11.2007 kl. 22:29

5 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Hvað fjölskyldumynstur varðar þá lifi ég greinilega einföldu lífi - enn sem komið er. Ég á einn pabba, hann er í Súðavík, eina mömmu, hún er á himnum, eina systur sem er líka í Súðavík. Ég á einn mann og á með honum einn son.

 Það er nú bara hálfleiðinlegt að geta ekki komið með einhverjar flækjur.

 Farin að flækja líf mitt, sjáumst.

Hjördís Þráinsdóttir, 4.11.2007 kl. 20:29

6 identicon

Og ég var í brúðkaupinu hennar Ylfu og það var rosa gaman og svo kom einn upp á svið og hélt ræðu og kynnti sig sem :" einn af fjölmörgu pöppunum hennar Ylfu" Yndislegt mynstur... Ef ekki væri fyrir þessar garnaflækju í íslenskum fjölskyldum þá værum við öll úrkynja og leiðinleg.

Guðrún Sig (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 22:36

7 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Þetta hljóma eins og lagið Ég er afi minn.

Magnús Paul Korntop, 5.11.2007 kl. 02:00

8 Smámynd: Marta

Ég a líka frekar flókna fjölskyldu, en dem ég er ekki að ná fjölskyldunni þinni Matta? Er ég sú eina sem er ekki að ná þessu??

Marta, 5.11.2007 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband