Að reyna eða framkvæma

það er nokkuð síðan ég hæddist og níddist síðast á geðorði, eða eins og ein kunningjakona mín orðaði það að ótuktarskapurinn skini í gegn um mín skrif um þessi velmeinandi skilaboð.

Geðorð númer sjö biður mig að reyna að skilja og hvetja aðra í kring um mig.  Ég lærði á einhverju brosnámskeiði fyrir mörgum árum að ég ætti ekki að reyna að gera neitt, heldur ætti ég einfaldlega að gera hlutina.  Ef kona gengi til verks með þá hugsun í kollinum að hún ætlaði að reyna að ljúka við verkið væri hún að minnka líkurnar á því að hún lyki því.  Ef ég man rétt þá var þetta á námskeiðinu sem leiðbeinandinn henti í okkur pennum og öskraði á okkur.  Hann var góður og ég lærði mikið af honum.

Ef ég reyni að fara eftir þessu geðorði þarf ég að reyna að gleyma því sem ég lærði á þessu námskeiði. Auk þess finnst mér oft fljótlegra í lífinu að sleppa úr flóknu og erfiðu hlutunum og byrja strax á vinnunni.  Ég get ekki betur séð en það að reyna lendi í þeim flokki.  Haldið þið að við höfum reynt að halda Óbeislaða fegurð? Nei, við framkvæmdum einfaldlega.

Eftir því sem ég les þetta betur og oftar finnst mér erfiðara að skilja það og þó.  Tíu orð, þar af fjögur smáorð, og, um, í & að. Tvö persónufornöfn þar sem átti er við mig og aðra.  Þrjár sagnir, reyna, skilja og hvetja.  Mín niðurstaða er sú að lykilorðin í þessari setningu, séu að skilja og hvetja.  Ég skoðaði líka tíðni bókstafanna en fann ekkert markvert út úr því og henti þeim niðurstöðum í ruslið.

Hverjir fást við að skilja og hvetja í okkar samfélagi?  Það er auðvitað sálfræðingar og þess háttar fólk.  Fólkið sem vinnur við að skilja vitleysuna sem upp úr okkur kemur og hvetur okkur til dáða.  Ekki dettur mér í hug að fara inn á sérsvið þeirra sem hafa tekið mörg ár í að mennta sig og þjálfa. Á hverju eiga þeir að lifa ef við förum allt í einu að skilja og hvetja sjálf. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert frábær.  Ég tel að þarna sé verið að brjóta á fagmönnum ásamt því að hvetja til meðvirkni og er nú nóg af henni fyrir, einkum og sér í lagi meðal kvenna.  Ergo: Niður með geðorð nr. "sónandsó".

Myndin um Óbeisluðu var frábær og ég hef aldrei séð neinn viðlíka slagkraft í neinu öðru sem sett hefur verið fram til að gagnrýna hinar hefðbundna fegurðarstuðul.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.11.2007 kl. 01:34

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú kannt að koma orðum að hlutunum Matthildur mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2007 kl. 21:23

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

.að er óendanlega mikill munur á því að reyna aða framkvæma. Mitt mottó núna er að hætta að reyna og framkvæma bara og sjá hvað setur eftir þá framkvæmd. Hitt hefur aldrei skilað mér spönn frá eigin rassi.

Ef þú segir við einhvern..Reyndu nú að taka upp gemsann þinn verður hik..fólk fer að hugsa sig um og reyna að skila fyrirmælin...Ef þú segir taktu upp gemsann þinn er ekkert hik..fólk bara tekur upp gemsann. Það er munurinn. Það truflar svo margt þessi hugsun um að "Reyna"

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.11.2007 kl. 22:19

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

 Belly Laugh "Ég skoðaði líka tíðni bókstafanna....." Þetta fannst mér frábær setning í greiningunni.

Til hamingju með óbeislaða fegurð

Kveðja að Sunnan





Hrönn Sigurðardóttir, 26.11.2007 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband