14.11.2007 | 10:59
Nauðgarar
Undanfarið hafa verið sagðar fréttir af nauðgunum. Nauðgunum á konum sem fóru út í bæ að skemmta sér. Nauðgunum á konum í heimahúsum. Sögur fara af því að á ákveðnum öldurhúsum í Reykjavík standi vinirnir vörð fyrir framan klósettin á meðan félagarnir nauðgi stelpum þar inni. Konur er dregnar inn í húsasund og misþyrmt. Konum er nauðgað af kunningjum sínum, mönnum sem þær treystu. Fæstar nauðganir hafa verið kærðar og reynslan segir okkur að þó þær kæri kemur oftast ekkert út úr því nema niðurlæging fyrir konuna sjálfa.
Ég verð að segja að ég fæ ekki skilið hvað það er sem fær karlmenn til að nauðga konum. Hvernig sonum okkar, bræðrum og feðrum dettur í hug að fara gegn kynsystrum okkar með slíku ofbeldi. Hvernig dettur einhverjum í hug að hann hafi á einhvern sjúklegan hátt rétt á því að runka sér á annarri manneskju. Ofbeldi sem skilur eftir sig blæðandi sár á sálinni sem aldrei grær. Hvað er að í samfélagi sem elur af sér svona menn? Hvar höfum við brugðist?
Mig langar til að biðja ykkur öll að hugsa um nauðgarana. Það er ekki ólíklegt að þið þekkið nauðgara þó þið vitið ekki af því. Talið við þá oft í viku og að ykkur finnist þeir hressir og skemmtilegir. Góðir gæjar jafnvel.
Hvað getum við gert? Ég hef engin einhlít svör við því, en eitt er víst að það dugar ekki að þegja þetta í hel. Nauðgunum fækkar ekki þó við hættum að tala um þær. Því held ég að við sem viljum stoppa þetta ofbeldi, ættum einmitt að tala sem mest um kynferðisofbeldi við alla karlmenn. Ekki síst unga karlmenn. Fá þá til að horfast í augu við hvað nauðgun er hræðilegur glæpur.
Ef þú sem lest þetta ert nauðgari, eða maður sem finnst allt í langi að ljúka þér af á dauðadrukkinni eða meðvitundarlausri konu. Þá langar mig til að biðja þig að hugsa um móður þína, systir og sjálfan þig. Ímyndaðu þér eitt augnablik að þú sért fórnarlambið.
Athugasemdir
Já hvað er hægt að segja............... Eru nauðganir að aukast? Einhvern veginn finnst manni að svo sé.
Gló Magnaða, 14.11.2007 kl. 11:07
Huglausir aumingjar. Ekki er nú kvenhyllinni fyrir að fara hjá ræflunum sem þurfa að fá útrás með ofbeldi og aðstoð vinanna.
Árni Gunnarsson, 14.11.2007 kl. 11:13
Sæl Matthildur
Ef þú hefur heyrt svona sögur um "ákveðin öldurhús" Þá áttu að segja hvaða öldurhús þetta eru, svo konur geti varast þessa staði.
Það á líka að birta myndir og nöfn þessara nauðgara, þegar þeir hafa hlotið dóma fyrir afbrot sín. Það er ekki hægt að leggjast neðar en það að nauðga einhverjum, hvort heldur um er að ræða konur eða börn.
Það þarf að STOPPA þessa menn NÚNA.
Palli (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 11:19
Þetta eru sannarlega andstyggilegir menn og konur sem slíkt gera. Algjörlega ófyrirgefanlegt. Þess vegna var ég döpur í gær þegar einn barnaníðingurinn fékk að mala í sjónvarpinu í gær. Búin að misnota 5 börn lengi, og valda þvílíkum sársauka sem aldrei grær. Smjaðrið var yfirgengilegt. Mér finnst ekki rétt að þessir menn fái að koma fram í sjónvarpi og reyna að réttlæta sig eða fá samúð. Þeir hafa framið sálarmorð og eiga að meðhöndlast sem slíkir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2007 kl. 12:47
Sæll Palli
Mér er ekki vel við að nafngreina staði sem sögusagnir eru um án þess að ég hafi þær frá fyrstu hendi. En í síðasta mánuði var umræða um þessar sögusagnir á þessari síðu hérna.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 14.11.2007 kl. 14:52
Einhvern tímann las ég að sú ástæða sem liggur að baki ofbeldi á konum sé einfaldlega sú að þær eru konur ! Að vera kona í karlveldis samfélagi merkir að hún á alltaf á hættu að verða fyrir ofbeldi, eina ástæðan er kynferðið!!
Finnst það ekki svo galin skýring þegar málin eru skoðuð í þessu ljósi en um leið óhuggulegt!
Sunna Dóra Möller, 14.11.2007 kl. 17:51
Held þetta snúist nú ekki um kvenhylli. Nauðgun er ofbeldisglæpur en ekki kynferðisglæpur rétt eins og kynferðisofbeldi gegn börnum. OFBELDI er það sem knýr þessa menn áfram,- ekki kynlífið sjálft.
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 14.11.2007 kl. 18:30
"Ef þú sem lest þetta ert nauðgari, eða maður sem finnst allt í langi að ljúka þér af á dauðadrukkinni eða meðvitundarlausri konu. " Ég sé engan mun á þessum tveimur. Báðir eru þeir glæpamenn.
Fín færsla hjá þér Matta. Fær mig til að hugsa um ábyrgðina sem ég ber sem móðir þriggja drengja. Hversu nausynlegt það er fyrir mig að kenna þeim að bera virðingu fyrir konunum í lífi sínu. Móður sinni, ömmu, systrum (einn þeirra á systur..) kennurum, vinkonum, bekkjarsystrum.... svona mætti lengi telja.
Ábyrgð mín er mikil. Ekki bara sem uppalandi þeirra þriggja, heldur sem hluti af samfélaginu sem er að ala upp alla þess drengi. Hvar klikkar eitthvað hjá þeim? Má koma í veg fyrir það? Getur aukin samvera mæðra og sona til dæmis hjálpað til? Það er um margt að hugsa í þessu samhengi og þessi umræða er alltaf þörf.
Ylfa Mist Helgadóttir, 14.11.2007 kl. 21:00
Ástæðan fyrir því að ég tek svona til orða er að þeir sem ljúka sér af á meðvitundarlausu og drukknu fólki líta kannski ekki á sig sem nauðgara.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 14.11.2007 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.