15.11.2007 | 17:32
Hættum að kóa með með sálarmorðingjunum og stuðningsliði þeirra.
Ég er búin að fá nóg af þessari umræðu um létta dóma í ofbeldismálum og get ekki lengur tekið þátt í henni á kurteisan og prúðan hátt. Ef eitthvað á að breytast þá verðum við sem viljum breytingar að gera eitthvað róttækt. Hættum að kóa með glæpamönnunum sem nauðga, svívirða og meiða. Sífellt bætast við smánarlegir dómar þar sem ofbeldismenn er flengdir létt á afturendann fyrir nauðganir og annað ofbeldi.
Við sem erum búin að fá nóg ættum að taka höndum saman og sýna alþingismönnum að við viljum breytingar á lögum. Við ættum líka að sýna dómurum, lögreglu, félagsmálayfirvöldum og öðrum þeim sem koma að þessum málum að við ætlum til þess að það verði tekið á þessum málum af alvöru.
Ég er búin að fá nóg og ég veit að þið eruð líka búin að fá nóg. Allir alþingismenn sem ekki styðja breytingar á lögum eru að hjálpa ofbeldismönnunum. Allir dómarar sem túlka atvik til mildunar á dómum eru að hjálpa ofbeldismönnunum. Allar löggur sem líta ekki á hjá heimilisofbeldi sem alvarlegan glæp eru að hjálpa ofbeldismönnum. Allir í félagsmálakerfinu sem horfa fram hjá ofbeldi eru að hjálpa ofbeldismönnunum. Við öll erum samsek sem þjóð, viðurkennum það og tökum ákvörðun um að breyta þessu. Hættum í þessu stuðningsliði.
Dæmdur í 2½ árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 6 stúlkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæl og blessuð ég er alveg sammála þér. Þegar ég las þetta í dag og setti á síðuna mína var ég alveg brjáluð inní mér. Ég hugsaði líka skyldi þessi fá samúðarviðtal í sjónvarpi allra landsmanna eins og hinir tveir sem eru búnir að vera í sjónvarpinu nú nýlega. Hvað mega aðstandendur fórnarlambanna þola mikið!!! Ég er búin að fá nóg af þessari vitleysu.
Ingigerður Friðgeirsdóttir, 15.11.2007 kl. 17:46
Duh...það er of langt til kosninga. Ekki séns að alþingismennirnir hlusti á kjósendur núna.
Það sama á við hér og varðandi refsingar fyrir akstur undir áhrigum áfengis og fíkniefna - Þjóðin vill þyngri refsingar, dómstólar segjast einungis fara eftir lögum og verði þar að auki að miða við dómahefð...þeir sem geta breytt lögunum eru þingmennirnir, en þar virðast fári finnast sem þora að taka af skarið.
Púkinn, 15.11.2007 kl. 19:06
Dauðarefsingu eða lífstíðar og í fangelsið með dómarna
Alexander Kristófer Gústafsson (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 02:05
Alveg 100% sammála þér. Spurningin er bara HVAÐ GETUM VIÐ GERT. HVERNIG EIGUM VIÐ AÐ SNÚA OKKUR Í AÐ MÓTMÆLA, SVO EFTIR VERÐI TEKIÐ ?
það er svo sem búið að reyna undirskriftasafnanir og þrýsting. En þeir sem hafa með þessi mál að gera, virðast sjálfir vera svo soralega hugsandi að þeim finnst þetta bara allt í lagi. Svo hvað getum við gert til að láta í okkur heyra?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.11.2007 kl. 11:39
Ætli við verðum ekki bara að stofna öfluga andspyrnuhreyfingu
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 16.11.2007 kl. 16:21
Matthildur hér með skora ég á þig og þínar óbeisluðu drottningar að koma saman á Langa Manga og ræða í fullri alvöru um aðgerðir til að mótmæla þessum andskota. Fegurðarsamkeppnin er heilög Jóhanna í samanburði við þetta. 'Eg er alveg tilbúin til að fara alla leið með þér í því að gera eitthvað til að vekja fólk til umhugsunar á þessu. Býð mig hér með fram í framvarðarsveitina.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.11.2007 kl. 17:24
Kæra kunningja kona værir þú til í að halda áfram með geðorðin 10 við sem erum í atferlismeðferð þurfum nánari útskíringu á þeim frá þér .........
Greta Skúla (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.