Fáðu þér bók og sopa af kók

Í dag föstudaginn 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu.  Í tilefni að því mun kaffihúsið Langi Mangi á Ísafirði gefa viðskiptavinum sínum lesnar bækur.  Á boðstólum verða jafnt íslenskar sem þýddar bækur fyrir börn og fullorðna.

Allan daginn verður opinn hljóðnemi fyrir gesti og gangandi sem vilja lesa ljóð, sögu, sögubrot, leikrit eða annað efni á íslensku.  Hvernig væri að láta eftir sér mexíkóska súpu með nautahakki, rifnum osti og tortilla flögum. Og bók


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er bara snilli. Flott framtak svona á að halda uppá daginn eða kannski er þetta bara þetta eina sanna Langa Manga vei.

Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 12:21

2 Smámynd: Ingigerður Friðgeirsdóttir

Mikið vildi ég að ég væri komin vestur og sest inn á Langa Manga í súpu og bók Bestu kveðjur vestur.

Ingigerður Friðgeirsdóttir, 16.11.2007 kl. 15:37

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vildi að ég hefði séð þetta fyrr.  Glætan að ég hefði látið þetta fram hjá mér fara athyglissjúklingurinn sjálfur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.11.2007 kl. 17:21

4 identicon

Bók , súpa og brauð.

Blóðberg kom sér vel.

Ritin gul blá og rauð.

Vantaði eina .....Snorra sel.

Takk fyrir mig.

Kostgangarinn (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 19:42

5 identicon

Er loksins að horfa á myndina um Óbeislaða fegurð. En dásamleg. Verður þetta ekki örugglega árlega hér eftir? -Má ég vera memm? Plís???

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 21:40

6 Smámynd: Helga Dóra

Sá óbeilsaða fegurð á RUV í gær og hafði gaman af. Ég og Michelin dekkið mitt viljum taka þátt næst  

p.s. Kannski erum við frænkur, pabbi minn er frá Ísafirði

Helga Dóra, 19.11.2007 kl. 12:04

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Vá hvað það var gaman að sjá myndina og þig í svona miklu fjöri þarna fyrir vestan. Frábær mynd og frábært allt sem þið eruð að gera. Heyrðu ..fæðst hefur hugmynd að sýningu í kolli konu sem gæti borið heitið Ástin í fjöllunum og þessa sýningu langar mikið Vestur að spranga  um á  Langa Manga...

Ertu til í að senda mér mail þar sem ég finn ekki þitt? 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.11.2007 kl. 09:59

8 identicon

Myndin var dásamleg! Þið eruð bestar.

Takk fyrir mig og mína.

Harpa J (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband