25.11.2007 | 14:46
Vinir og kunningjar
Ég á marga kunningja og nokkra vini. Þetta er upp til hópa skemmtilegt og vænt fólk. Ef ég hefði vaknað upp í gær með skilgreiningaráráttu þá hefði mig langað að skilgreina vináttu og kunningsskap.
Þá myndi ég hafa skrifað langan útpældan pistil um vini og kunningja. Hnyttin vel skrifaðan pistil, þar sem ég hefði tekið óborganlega fyndin dæmi úr mínum persónulega vinahóp. Ég hefði leitað svara við spurningum á borð við hver væri munurinn á vini og kunningja. Hvað yrði til þess að kunningjar væru allt í einu orðnir vinir og ég hefði velt fyrir mér hvort við tækjum við eftir breytingunni. Í þýskalandi varð þessi breyting gjarnan með formlegum hætti hér áður fyrr, þegar fólk ákvað að fara að þúast. Drakk jafnvel dús að því tilefni. Ég hefði velta vöngum yfir því hvort þessu gæti verið öfugt farið. Það er að segja að vinirnir færu að breytast í kunningja. Hvað gæti orðið til þess. Að lokum hefði ég hugsanlega gert létt grín að svo kölluðum óvinum en auðvitað hefði ég ekki kannast við að eiga neina slíka.
En í gær vaknaði ég með allt aðra áráttu og fór að sauma mér upphlut. Hugsanir mínar um vini og kunningja rötuðu því ekki í pistil að þessu sinni en það er aldrei að vita hvað gerist síðar.
Athugasemdir
Mér dettur bara eitt í hug:
"er hér er komið við sögu hef ég hvorki heyrn né mál, og hreyfiskert ég garga hevðuvhe! og meina skál....."
Ylfa Mist Helgadóttir, 25.11.2007 kl. 18:30
Eigum við að drekka dús Matthildur mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.11.2007 kl. 23:04
Horfði á endursýningu á Óbeisluð fegurð í dag! Skemmti mér konunglega, og fannst þið öll vera vinir mínir! Þekkti alla þessa takta og þessa óbeisluðu orku og síðast en ekki síst að falla ekki í þá gryfju að gera grín að öðrum!!
Merkilegt með blessaðan húmorinn hvað hann getur verið mismunandi eftir landshlutum! Þessi gjörningur ykkar var alger snilld! Takk fyrir.
Kveðja frá einni alveg ókunnugri, sem verður oft hugsað til "vina" sinna fyrir vestan!
Sigrún.
Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.