26.11.2007 | 12:28
Er okkur ekki sjálfrátt?
Ég keypti ekkert á laugardaginn. Var með í átakinu gegn neyslubrjálæðinu, átakinu um að kaupa ekki neitt. Það er mikil þörf fyrir svona daga. Þjóðin er að tapa sér í kaupæðinu og vikulega lesum við um skammarleg innkaupamet okkar. Við þessi nýríka plebbaþjóð sem höfum efni á öllu sem okkur dettur í hug. Vonandi dettur okkur í hug að setja nokkra aura í uppbyggingu á elliheimilum áður en ég verð mikið eldri.
Annars eru það ýkjur að ég hafi ekki keypt neitt ég var að muna að ég fór aðeins út í búð á laugardaginn. Það þurfti að kaupa ýmislegt smálegt. Ég fór í apótekið og keypti ákveðna gerð af vinsælum verkjalyfjum. Ég var ekki með hausverk eða neitt svoleiðis, en þar sem ég hafði lesið um að þessi lyf hafi verið ófáanleg í langan tíma ákvað ég að kaupa nokkrar dósir til að eiga. Kona þarf að vera vakandi fyrir svona hlutum. Í BT versluninni við hliðina var fínt tilboð á gömlum DVD diskum svo ég keypti nokkrar myndir. Það er alltaf fínt að eiga diska, gott í gjafir og svo gæti verið að krökkunum þættu sumar þeirra ágætar. Þá mundi ég að það var ekki til nein mjólk svo ég ákvað að koma við í Samkaup á leiðinni heim, skaust rétt inn og tíndi brauð, mjólk, kaffi, jólakort, kertastjaka og þess háttar í körfuna. Mér leið vel þegar ég leit á hina vitleysingana sem voru að kaupa í matinn. Þrælar neysluhyggjunnar, gátu ekki einu sinni sleppt því að kaupa inn í einn dag.
Athugasemdir
Þú ert óborganleg Matthildur
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2007 kl. 13:47
Bwahahaha! Snild!
Marta, 26.11.2007 kl. 19:28
Sunna Dóra Möller, 26.11.2007 kl. 23:02
Haha... Ég var ótrúlega ánægð með mig þegar ég sá í fréttunum um kvöldið að þetta væri "kaupum ekkert" dagurinn. Ég keypti nefnilega ekkert þennan dag en það var algerleg óviljandi.
Gló Magnaða, 27.11.2007 kl. 08:40
Ég keypti ekkert þennan dag - en ég get varla hrósað mér af því - öll fjölskyldan lá flöt í ælupest...
Harpa J (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 16:29
Og svarið við spurningunni er nei. Okkur er ekki sjálfrátt.
Harpa J (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.