Það er ekki í lagi að stela trjám.

Það hringdi í mig maður í kvöld, kurteis en þó í skotþungu skapi.  Hann hafði verið að horfa á myndina um Óbeislaða fegurð í sjónvarpinu.  Í einu atriði myndarinnar sést þegar ég er að stela nokkrum trjágreinum í húsgarði í Hnífsdal nálægt félagsheimilinu.  Á sínum tíma hélt ég að þetta hús væri í eigu ofanflóðasjóðs. Því sagði ég í hálfkæringi að þess vegna væri allt í lagi að klippa nokkrar greinar af trjánum þarna þær væru í raun okkar eign.  Þetta er auðvitað alrangt, húsið er í einkaeign.

Ég gat lítið gert nema biðjast afsökunar og fullvissa manninn að við hefðum ekki tekið mikið og ég hefði verið að gaspra þetta með rétt okkar, því á sínum tíma hefði ég ekki vitað betur.  Maðurinn tók afsökun mína til greina og við lukum símtalinu í bestu sátt.  þessi maður sagði mér jafnframt að hann og aðrir sem ættu hús á snjóflóðahættusvæðum mættu búa við að fólk kæmi og stæli frá þeim trjám og runnum. 

Ég má ekki til þess hugsa að hugsunarleysi mitt og gaspur verði til þess að einhverjir haldi að það sé í lagi að stela trjám eða runnum úr görðum á hættusvæðum.  Það eru auðvitað alltaf einhverjir sem eiga þessi hús og fráleitt að halda að það sé ekki þjófnaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þegar fólk sér að sér er það bara merki um þroska.  Þú ert flottust Matthildur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.11.2007 kl. 23:57

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er alveg viss um að flestir gera sér grein fyrir því að það má ekki stela gróðri úr garði nágrannans.   Enda held ég að þú hafir afsakað þig í bak og fyrir í myndinni Matthildur mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2007 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband