5.12.2007 | 23:55
Breiðvöxnu baráttukonunnar
Hún Ásthildur manaði mig að velta fyrir mér kostum þess að vera sver og þver. Mér finnst raunar betur við hæfi að tala um breiðvaxnar baráttukonur en sverar og þverar. Í þessum pistli mun ég því leitast við að finna innsta kjarna hinnar breiðvöxnu baráttukonu án þess þó að ljúga allt of mikið.
Frá því Ísland byggðist hafa breiðvaxnar baráttukonur alltaf skotið upp kollinum af og til. Þær hafa jafnan mætt andstöðu og hugmyndir þeirra hafa ekki átt upp á pallborðið hjá valdhöfum eða þorra manna. Fyrir vikið eru ekki til margar ritaðar heimildir um breiðvöxnu baráttukonurnar, en sögur af þeim hafa gengir kvenna á milli í marga kvenaldra. Það gengur orðrómur á alnetinu sjálfu að þessar konur séu enn til og birtist jafnan í líki svo kallaðar bloggara.
Ein elsta sagan sem ég fann um breiðvaxna baráttukonu var sagan af Þórkötlu í Útnára. Þórkatla þessi var kerling sem vildi fá nokkuð fyrir snúð sinn. Athyglisvert er að velta því fyrir sér í samhengi við sögu Þórkötlu, hvenær útrás okkar íslendinga hófst. En eins og allir vita fjallar sagan um landnámskonu á Vestfjörðum sem seldi dönskum kaupmanni hundinn Snúð, allt að sjö sinnum og fékk greitt fyrir með ónýtu mjöli. Hún endaði á bálinu enda þótti fráleitt að kona væri að vasast í viðskiptum, og það löngu áður en konur fóru í hópum að nema viðskiptafræði í háskólum heimsins.
Önnur saga af Austfjörðum fjallar um breiðvaxna athafnakonu, Lukku Þorláksdóttur, sem ræktaði fisk í kvíum í afskektum firði. Sú saga gerist mörgum árum áður en fiskifræði varð vísindagrein og löngu áður en íslendingar tóku kristna trú. Sagt var að hún hefði ofið net úr fjalldrapa og ull og notað hrútspunga sem flotholt. Hún barðist við veiðiþjófa ásamt móður sinni sem dvaldi langdvölum í kvíum. Oft mátti heyra þær kallast á í draugalegri austfjarðarþokunni, og kallaði Lukka þá út á fjörðinn "Móðir mín í kví kví" og jafnoft svaraði móðir hennar kallinu. Ekki ber sögum saman um um hvað varð af Lukku og móður hennar. En þær hurfu dag einn eins og jörðin hafi gleypt þær, þótti mönnum líklegt að þeim hefði verið rænt.
Aðrar nýrri sögur eru til af breiðvöxnum baráttukonum og má þar helst telja Þuríði Sundafylli, Skessuna í fjallinu, Aðalheiði Bjarnfreðs og Guðrúnu Á. Símonar. Allar þessar konur máttu þola háð og níð en það beit ekki á þær. Það eru nokkrar breiðvaxnar baráttukonur á Íslandi í dag en ég hirði ekki um að nafngreina þær.
Athugasemdir
Ekki bregst þér bogalistinn frekar en fyrri daginn Matthildur mín.
Aðrar nýrri sögur eru til af breiðvöxnum baráttukonum og má þar helst telja Þuríði Sundafylli, Skessuna í fjallinu, Aðalheiði Bjarnfreðs og Guðrúnu Á. Símonar. Allar þessar konur máttu þola háð og níð en það beit ekki á þær. Það eru nokkrar breiðvaxnar baráttukonur á Íslandi í dag en ég hirði ekki um að nafngreina þær.
En hvar er minnst á þessar lágvöxnu stórhættulegu baráttukonur sem sveipa áróðurinn inn svo fyndnar samlíkingar og jafnvel heilu uppákomurnar að þrjóskir menn fatta ekki einu sinni að hér er farið af stað með sterkan áróður ?
Þeirra tími er svona um það bil að blómstra held ég.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.12.2007 kl. 17:29
Góður pistill hjá þér Matthildur, enda ekki von á öðru.
Það góða við nútíman er að baráttukonurnar verða ekki látnar hverfa, mesta lagi þaggað niður í þeim,
ef það tekst, sem ég held ekki.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.12.2007 kl. 17:43
Þú ert snillingur orðsins Matthildur og ég tek ofan fyrir þér. Djö.. hvað þú ert frábær. Ég vildi að þú værir systir mín þó við séum síben að tölu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.12.2007 kl. 20:38
Mikið er ég fegin að vera hvorki breiðvaxin né baráttuglöð.
Ég gæti endað sem bloggefni hjá þér ef svo væri......
Ylfa Mist Helgadóttir, 7.12.2007 kl. 01:05
Þú ert scknillingur!
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 7.12.2007 kl. 11:03
Matta. Ekki gleyma okkur karlmönnum. Litlum og grönnum, hæverskum og hæglátum, eins og mér
Fylkir Ágústsson (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 17:21
Æ, nú manaði Fylkir mig. Kannski ég skoði sögu hvíta hæverska hægláta karlmannsins.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 11.12.2007 kl. 12:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.