21.12.2007 | 23:59
Vetrarsólstöður
Dagurinn í dag byrjaði klukkan tíu mínútur yfir tólf á hádegi og stóð til níu mínútur í þrjú. Tveir klukkutímar og fjörtíu og ein mínúta. Vilborg Davíðsdóttir, fimm bóka, þriggja barna, eins mans og sín eigin kona minnti mig á, að á morgun verður þetta allt miklu betra. Já morgundagurinn verður eitthvað lengri en dagurinn í dag og þið getið fylgst með því á vef Veðurstofu Íslands.
Athugasemdir
og friðarsúlan risin á nýjan leik
Brjánn Guðjónsson, 22.12.2007 kl. 01:39
Já í dag eru vetrarsólstöður. Og svo fer daginn að lengja hænufet á dag, eða er það hænuskref ? og af hverju er miðað við hænu, ekki eitthvað annað dýr ?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.12.2007 kl. 10:30
Þá er nú gott að eiga dagsbirtu lampann!!! Ég datt í svona þuglyndis-skammdegisblogg í gær eins og fleiri.... Það gerist hins vegar ekki svartara en í dag og þessum rúmu tveim tímum sem dagurinn varði, lá ég í útipottum sundlaugarinnar til að margfalda áhrif útfjólubláu geislanna ;o)
Gleðileg jól Matthildur mín og svo rís sólin upp úr vetrardvalanum fljótlega á nýju ári.
Ylfa Mist Helgadóttir, 22.12.2007 kl. 16:49
Gleðileg Jól.
Ingigerður Friðgeirsdóttir, 23.12.2007 kl. 15:23
Gleðileg jól Matta mín.
Elín Erlings (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 23:30
Held þú ættir nú að fara að ræða við hana vinKONU þína Gerði Önnudóttur
Klikkuð að vera að setja svona á netið
Þegar fólk fer yfir strikið eru það yfirleitt vinir og fjölskylda sem taka spilin í sínar hendur. Nema að hún sé bara að bulla um að þú sért vinKONA hennar
það væri í rauninni ekkert skrítið að svona KONA sé vinalaus
Gunnlaugur (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 12:20
Gleðlileg jól og farsælt komandi ár. Takk fyrir það sem er að líða.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.12.2007 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.