7.1.2008 | 16:55
Flýtur á meðan ekki sekkur
Árið 2007 var hundleiðinlegt. Ekkert markvert bar á góma hvorki hjá mér persónulega né nokkrum öðrum sem ég þekki. Landsmálin voru engin mál og svo kallaður alþjóðavettvangur var daufur. Sárafá stríð og náttúruhamfarir í lágmarki. Þegar ég lít til baka get ég ekki annað en undrast að ég hafi yfirleitt nennt fram úr. Nennt að lesa blöðin eða fara á netið.
Þegar ég skoða sérstaklega það sem ég gerði ekki á árinu 2007 sé ég að það líkist grunsamlega mikið listanum yfir vinsælustu áramótaheitin á Íslandi fyrir sama ár.
Janúar 2007 Fór ekki í megrun þar sem mér þótti ég ekki vera feit. Verðbólgan 7%
Febrúar 2007 Hætti ekki að reykja enda löngu hætt. Verðbólgan 8%
Mars 2007 Hætti ekki að ofnota ljósabekki enda er leður mikið í tísku. Verðbólgan 5%
Apríl 2007 Hætti ekki að kaupa allt of litlar flíkur sem fara mér illa og eru því bara hafðar inn í skáp. Verðbólgan 5%
Maí 2007 Hætti ekki að drekka áfengi enda eykur það hagvöxt að kaupa mátulega mikið áfengi á veitingahúsum. Verðbólgan 5%
Júní 2007 Fór ekki út að hlaupa. Gæti tengst því að mikil hætta var á grjóthruni og því ekkert vit í að skrá sig í Óshliðarhlaupið. Verðbólgan 4%
Júlí 2007 Fór ekki til útlanda í sumarfrí. Verðbólgan 4%
Ágúst 2007 Fór ekki í skóla enda skóli lífsins eini alvöru skólinn sem kennir brjálsemi. Verðbólgan 3%
September 2007 Vann ekki í lottóinu frekar en áður þó hann væri margfaldur enda þarf víst að kaupa miða til að eiga möguleika. Verðbólgan 4%
Október 2007 Eyddi ekki meiri tíma með fjölskyldunni. Verðbólgan 4%
Nóvember 2007 Var ekki búin undir veturinn mætti í vinnu á sumardekkjunum í ermalausum bol og á sandölum. Verðbólgan 5%
Desember 2007 Fór ekki í messu, enda koma alltaf ný og ný skilaboð frá æðstu klerkum þjóðkirkjunnar sem hræða mig frá kirkjusókn. Verðbólgan 6%
Athugasemdir
Hæ, var nýbúinn að kúka þegar ég las bloggið. Ég held að það hafi breytt lífinu mínu. Ég fór úr öllum fötunum og fór og kúkaði aftur. Takk fyrir allt sem að þú gafst mér, þú ert yndisleg manneskja. Vonandi verður árið 2008 ekki jafn gott því að það yrði of gott til að verða satt. Lifðu heil, reyndu allavega að tóra fram í mars.
Stinni (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 17:49
Ég ætla ekki að skila neinu hægðaskema eins og Stinni hefur fundið sig knúinn til að gera en við óska þér og þínum gleðilegs árs sömuleiðs.
Hoummus er hægt að gera með því að setja kjúklingabaunir í matvinnsluvél ásamt tahini (2 msk á móti einni klukku af baunum) 1-2 hvítlauksrifi, 2 msk tamarisósu, kummindufti, pipar, sítrónusafa og láta vélina ganga í tvær þrjár mínútur.
Svo er ég með hoummusuppskrift fyrir Eygló líka:
2 kg afar feit rolluslög, fjórir laukar, 3 msk salt, 10 piparkorn tveir lítrar vatn og dass af allrahanda. Soðið í þrjá tíma, sigtað lauslega og beinin tekin frá. hakkað eða hrært í sterkri hrærivél. Borðað eins og hefðbundið hoummus.
Ylfa Mist Helgadóttir, 7.1.2008 kl. 18:54
Alveg vissi ég þetta.
Þetta er allt saman verðbólgunni að kenna.
Verðum eiginlega að hjálpa Davíð að koma verðbólgunni niður, hún má bara alls ekki vera 7 prósent í janúar. Árið 2008 verður gott ár. Hlaupaár og því lengra en árið í fyrra. Jibbý.
Guðrún (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 19:30
Þetta ár hefur greinilega sökkað. Alltof lítið um stríð og róstur, algjört letdown. Ætili þetta ár verði betra?
Bíð og vona og ég elska pistlanan þína.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.1.2008 kl. 13:10
Kommon hvar eru gleðipillurnar??
Árið 2007 var endalaus snilld. Ég átti ammmæli flottasta dag ársins 20072007 Var álitin skemmtilegust af einhverjum 300 drulludelum en álitin ómerkilegust af einum drulludela sem sagði mér að vera aftast. Við Matta sömdum og fluttum níðvísur um fólkið í dal áhaldana. Fegurðarsamkeppnir í hefðbundnum stíl voru gerðar dauðar og ómerkar. Og við vorum gerðar ódauðlegar.
Síðasta ár verður ALDREI toppað!!!
PS. Ylfa þetta er íslensk kæfa ekki eitthvað houmm&#%#uihsssss.
Gló Magnaða, 8.1.2008 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.