Áttu 200 dollara?

Ísfirðingar áttu von á góðum gestum í dag sunnudag. En þær Jóhanna Kristjónsdóttir og Guðlaug Pétursdóttir frá VIMA (vina og menningarfélags Miðausturlanda) ætluðu að kynna stuðningsverkefni fyrir konur og börn í Jemen og segja frá ferðum sem félagið hefur staðið fyrir  til þessa heimshluta sem fáir Íslendingar þekkja og enn færri skilja, en allir hafa skoðun á.  Flugi til Ísafjarðar var sem sagt aflýst og fundinum verður því frestað um óákveðinn tíma

Æ þetta veður.

Hvað um það, þær koma seinna en þangað til vil ég benda áhugasömum á heimasíðu Jóhönnu með því að smella hér   Í dag styðja Íslendingar 110 börn svo þau komist í skóla og 25 konur til fullorðinsfræðslunámskeiðs.  Þið sem getið séð af 200 dollurum á ári ættuð að hugleiða að styrkja barn eða konu í Jemen til náms.  Hvað sem fólki kann að finnast um menningu þeirra er alveg ljóst að menntun er sjálfsagt það besta sem við getum fært þeim.

Untitled-2Untitled-3


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er Jemen ekki eitt af ríkari þjóðum heims ? Ég bara spyr, stjúpsonur minn var þar í vinnu, og þar er nóg af peningum, en sennilega hræðilega misskipt.  Ég vona að ég verið komin heim þegar þær koma og halda erindin.  Jóhanna er frábær manneskja, sem hefur lagt það á sig að kynna sér miðausturlönd og á heiður skilinn fyrir allt sitt góða verk.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2008 kl. 15:44

2 Smámynd: Beturvitringur

"eitt af ríkari þjóðum heims"  Það er þá eins og að útlendingur færi í partý hjá Baugsforstjóranum og bæri þær fréttir heim að á Íslandi væri rosalegt ríkidæmi. Almenningur má þakka fyrir að eiga skó á börnin!

Beturvitringur, 28.1.2008 kl. 03:39

3 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Jemen er fátækasta ríki Arabaheimsins með um 20 milljónir íbúa og mikið atvinnuleysi.  Fjölskyldur eru stórar og algengt er að hjón eigi 10- 14 börn.  Áherslan á skólagöngu barna er ekki mikil þó skólaskylda sé að nafninu til.  Það er gjarnan elsti sonurinn sem sendur er í skóla, en áherslan er meiri á að afla tekna og lífsviðurværis, skiljanlega.  Talið er að ólæsi kvenna og stúlkna sé um 60%.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 28.1.2008 kl. 11:58

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þarf að spyrja stjúpsonin betur um þetta allt saman hann var að vinna þarna einhversstaðar.  En ekki þar fyrir, mig langar til að hlusta á hana Jóhönnu, hún er frábær. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2008 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband