5.2.2008 | 23:31
Gleyp´t ekki flugu
Sumum finnst gaman að þrasa og rífast á meðan aðrir forðast að hækka róminn og láta frekar satt kyrrt liggja en lenda í deilum. Ég skal viðurkenna að ég fylli fyrri flokkinn. Mér finnst gaman að munnhöggvast við fólk, sérstaklega verðuga andstæðinga. Þessa sem eru fljótir til svars og gefa mér ekkert eftir. Rifrildi er samt ekki bara rifrildi og auðvitað verður að fylgja ákveðnum reglum.
Þegar ég tala um reglur á ég ekki við keppnisreglur eins og í Morfís og þess háttar félagskap sem keppir í orðaskaki. Ég á heldur ekki við rökfræði sem slíka enda eru þeir snjöllustu í rökfræði ekki endilega þeir bestu í þrasi og deilum. Ég komst að því á námsárunum að þrátt fyrir áralanga þjálfun í að rífa kjaft og svara fyrir mig, þurfti ég að læra rökfræðina til að ná sómasamlegu prófi.
Það er nú samt svo að því betri sem ég verð í rifrildum því minna nota ég tæknina. Það á auðvitað við á fleiri sviðum, til dæmis er ég miklu betri bílstjóri núna en fyrir tuttugu árum en í dag keyri ég bæði sjaldnar og hægar. Það er kannski einkum það sem við þurfum að læra að skilja hvenær og hvenær ekki. Eitt af því sem gerir okkur góð í rifrildi eru góðar setningar sem hægt er að skella á andstæðinginn á hárréttu augnabliki til að slá hann eða hana út af laginu. Mín uppáhalds setning er Gleyp´t ekki flugu. Mátulega ósvífið háð án þess að vera of dónalegt. Dónaskapur er vandmeðfarin í þrasi og á helst ekki að nota því dónaskapur getur auðveldlega eyðilagt gott rifrildi. Húmor og þekking á veikleikum andstæðingsins eða innsæi er farsælast.
Kannski er það áhyggjuefni hvað ég er orðin slök í þrasinu, hugsa sem svo að ég nenni ekki að æsa mig yfir þessum smámunum. Að fólk hafi rétt til að vaða í villu og vera ósammála mér. Vitandi vel að fyrir nokkrum árum hefði ég ekki hikað við að taka slaginn. Finna hvernig veiðihugurinn tók yfir, leika sér að bráðinni, missa hana, ná aftur og svo auðvitað rústa henni.
Athugasemdir
Matthildur ertu nokkuð farin að mildast með aldrinum og breytast í einhverja ljúfsku ? Það fer þér einfaldlega ekki. Og hvers eigum við hin þá að gjalda ?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.2.2008 kl. 23:35
Já kannski farin að mala eins og kötturinn, í tíma og ótíma..
Annars man ég eftir setningunni; "misstu ekki andann , maður "!
Þú hefur ekki enn sagt mér að gleypa ekki flugu. (sem betur fer)
Guðrún (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 00:18
Ég er kannski farin að róast aðeins en seint verð ég ljúf.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 6.2.2008 kl. 10:05
Þú verður að skerpa þig kona og brýna talfærin. Þú ert að meika það í fegurðarbransanum. Eins og þú veist að þá verðurðu að gera sagt minnst fimm orð í setningu án þess að anda og brosa allan tímann.
ELSKA ÞIG
Kvitt,kvitt búin að lesa (og hafði gaman af)
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.2.2008 kl. 10:11
Flugu kommentið drepur allar rokræður, ætti kannski að nota þetta á minn mann þegar ég tapa fyrir honum því hann er alltaf betri í þessum málum. Dugir ekkert "af því bara" á hann.
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 6.2.2008 kl. 12:02
Það er ekkert meira djúsí en að lenda í góðum munnlegum orðaslag..verð þó að viðurkenna að ég tilheyri frekar hópnum sem nenni ekki í rimmu yfir smámunum og það er fátt sem mér finnast ekki smámunir svo það er engin hætta á að ég gleypi flugur..hehe.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.2.2008 kl. 21:27
Gleyp´ekki flugu! Bwahahaha! Bara fyndið!
Marta, 7.2.2008 kl. 19:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.