12.2.2008 | 11:11
Það sem hægt er að lenda í
Kunningi minn lendir oft í slæmum málum og satt að segja er hann alltaf jafn hissa á viðbrögðunum. Hann hefur til dæmis lent í því að aka of hratt, vera tekinn af löggunni og þurft að axla sína ábyrgð með því að greiða sekt og fá punkta í svörtu bókina hjá guði. Það fannst honum óréttlátt því þetta var óvart og löggunni var, að hans sögn, illa við hann. Þetta er vitaskuld ekki það versta sem hann hefur lent í að gera en þessi maður, sem er auðvitað virðulegur gaur og allt það, hefur bæði svikið og logið. Stundum kemst upp um hann og þá lendir hann í því þurfa að svara fyrir sig. Stundum lendir hann í því að ljúga sig út úr hlutunum. Málsvörn hans er einföld og áhrifarík. Hann setur upp skömmustulega svipinn og segir þetta vera það allra versta sem hann hafi lent í. Hann segist sjá eftir því að hafa logið og hann segist ætla inn í herbergi og sitja þar þangað til hann hafi skammast sín nóg. Síðan ætli hann að koma út úr herberginu og ávinna sér traust og virðingu.
Hann lendir aftur á móti aldrei í því að skilja að hann hafi brotið af sér og við lendum líklega ekki í því að sjá hann axla ábyrgð.
Athugasemdir
Góð færsla Matthildur, er sammála þér.
Axla ábyrgð, vita þessir menn hvað það er, NEI og hafa aldrei vitað.
Þessi kunningi þinn er að mínu mati sá mesti undirlægju-egóista-lygari sem til er.
Svoleiðis menn eiga sér ekki uppreisnar von.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.2.2008 kl. 13:46
Ég hygg að við eigum öll svona kunningja.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 12.2.2008 kl. 14:27
Já sérstaklega íbúar borgar óttans.
Gló Magnaða, 12.2.2008 kl. 14:54
Það er svakalegt sem að hann lendir í.
En hvað finnst ykkur þá um fólk sem að lent í framhjáhaldi? Það er það vitlausasta sem að ég hef heyrt, þar sem að það lendir engin í því... Það gerir af því að það vill það sjálft
nafnlaus (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 15:22
Haha, minnir mig á mann, sem ég kannast lauslega við, með skrýtið hár og fæddur í jakkafötum með bindi. Man ekki hvað hann heitir, en hann er alltaf lendandi í einhverju og svo er oft eitthvað að "gerst fyrir hann" þar sem hann hefur hvergi komið nálægt.
Alxla hvað? Ég er Reykvíkingur hvað meinarðu nákvælega með því? LALALALA
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.2.2008 kl. 17:19
Þetta er nú ansi líkt pistlinum aftan á 24 stundum í dag. Voruð þú og sá pistlahöfundur að chilla saman í gær?
H (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 22:47
Skelfilega er þetta illa þroskaður maður er þú þarna lýsir.
Númi (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 23:34
hahaha vá hvað þetta er gott hjá þér, svo satt og rétt lýst þarna ákveðnum aðila.....
Sædís Ósk Harðardóttir, 12.2.2008 kl. 23:40
Þetta er frábær færsla hjá þér og um leið þá verð ég að læða því að, hversu merkilegt það er að við virðumst þurfa að skýra út fyrir sumum hvað ÁBYRGÐ er í raun og veru eins og þeir séu smábörn.
Halla Rut , 18.2.2008 kl. 01:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.