Dýrslegar hvatir

Það er með ólíkindum hvað fólk getur verið að spekúlera.  Ég frétti nýlega af konu sem vildi að hún væri skógarbjörn.  Ástæðan væri einkum sú að skógarbirnir leggjast í dvala á veturna.  þetta fékk mig vitaskuld til að hugsa um mitt innra dýr, ef svo má að orði komast.

Ég get alveg verið sammála þessari konu, því innst inni öfunda ég þessa brúnu bangsa af því að sofa af sér veturinn.  Eins hefur mér alltaf þótt það öfundsverður eiginleiki bangsa að geta hrætt alla viðstadda með því einu að standa upp og öskra.  Þó ég hafi vissulega bæði staðið og öskrað hefur mér sjaldnast tekist að valda skelfingu, það er varla að nokkrum hafi brugðið. 

Kötturinn fer sínar eigin leiðir og það geri ég líka og finnst rétt eins og kisu að kona eigi ekki alltaf að koma þó einhver kalli.  Eitt gerir kisa þó sem ég hef ekki enn tileinkað mér en mætti kannski skoða betur, en kettir hafa vit á því að forðast átök og virðast skilja að stríð valda alltaf báðum aðilum tjóni burt séð frá því hvor vinnur.  Kisa er líka mikil veiðikló og það hélt ég að ég væri líka. Það var ekki laust við drápseðlið hefði rekið mig áfram, þegar ég útskrifaðist úr byssukonuskóla ríkisins og keypti mér byssu fyrir nokkrum árum.  Ég og mín byssa höfum þó ekki drepið neitt ennþá. 

Ekki er hægt að fjalla um dýr án þess að koma blessuð sauðkindin í hug.  Þessi bragðgóða og vinalega skeppna sem sumir hafa talið vera heimska en er í raun klókari en margur smalinn.  Þó kjöt og fiskur sé prýðis matur þá finnst mér eins og þeim grænmetið gott og ég og rollurnar eigum það sameiginlegt að koma feitar af fjalli á haustin. 

Ég er ekki miklu nær eftir þessa vangaveltur um mitt innra dýr en ef það væru til drekar og ef ég væri ekki manneskja þá væri eflaust ég dreki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Hæ Matta!

Getur ekki verið að við höfum þekkst á Ísafirði fyrir morgum árum?

Anna Guðný , 19.2.2008 kl. 21:34

2 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Það má vera ég kannast við nafnið en þekki þig ekki á myndinni

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 20.2.2008 kl. 09:23

3 Smámynd: halkatla

þú mátt vera stolt af því að fara ekki um sem drápsþyrstur brjálæðingur með byssuna, ég skil ekki afhverju þú ættir nokkru sinni að vilja fá það á ferilskrána að hafa drepið eitthvað í tilgangsleysi... annars er málið með kisurnar líka eitt sko, þær þurfa að sætta sig við að fyrst þær eru hin fullkomnu knúsdýr þá er fólkið þeirra alltaf að knúsast með þær daginn út og inn, ég finn að mínum köttum finnst það ekkert alltof gaman sko (ég er samt búin að útskýra afhverju þær verða að sætta sig við það) og ef ég væri köttur þá myndi mér finnst allt þetta kjass alveg hreint hell. En samt er draumurinn auðvitað að vera köttur sem þarf bara að mala og vera sætur.

halkatla, 20.2.2008 kl. 16:04

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Ekki vildi ég vera skógarbjörn. Þá missti ég af Bold and Beautiful í hálft ár!

Júlíus Valsson, 20.2.2008 kl. 19:55

5 Smámynd: Ár & síð

Í minni æsku var sagt að maður ætti að vera bjarndýr á veturna en kennari á sumrin.

Ár & síð, 20.2.2008 kl. 20:02

6 Smámynd: Anna Guðný

Ég á fullt af myndum af þér, t.d. með svarta hattinn.

Anna Guðný , 20.2.2008 kl. 21:40

7 identicon

Að þér hafi sjaldan tekist að valda skelfingu með ægilegum öskrum þínum er stórfellt vanmat á ótta okkar.  Það rétta er að við höfum ótrúlega sjálfstjórn og vitum að ef víð sýnum óttann verðum við etin.

Elín (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband