Hún er á klósettinu

Að minnsta kosti ein manneskja hefur skammað mig einu sinni fyrir að vera ekki persónulegi bloggarinn og til að gera henni til geðs eins af því að sagan er góð, langar mig að segja ykkur frá unglingavandamálinu sem ég lenti í áðan.

Það hringdi ókunnugur maður heim til mín áðan og spurði kurteislega hvor ég væri viðlátin.  Unglingurinn sem svarað hafði í símann sagði að bragði nei, hún er á klósettinu Það var svo sem engin lygi, enda þurfa konur líka á klósett þó það fari ekki hátt, hafði hann varla sleppt orðinu þegar ég kom inn í eldhúsið og hann hélt áfram hún er búin og rétti mér símtólið.  Ég, sem ekki hafði heyrt neitt af því sem fram fór tók við símanum og átti þetta undarlega símtal við mann sem reyndi að vera alvarlegur en gat varla rætt við mig vegna hláturskasts. Okkur tókst þó að ljúka erindinu. Eftir að ég hafði lagt á og hafði orð á því hvað maðurinn var kátur, þrátt fyrir algjörlega húmorssnautt erindið, útskýrðu unglingurinn og faðir hans af hverju manninum var svona skemmt.  Þeim var líka skemmt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Hehehehe unglingurinn hefur bjargað deginum hjá þessum manni, það er ljóst.

Ragnheiður , 21.2.2008 kl. 01:02

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Matthildur þú ert dásamleg

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2008 kl. 10:34

3 identicon

Hahaha, ég vil benda þér á að nota sömu taktík þegar einhver af hinu kyninu hringir í unglinginn. Verst hvað gemsar eru orðnir algengir, en ég hef þó nokkrum sinnum náð að segja við vini systur minnar þegar þeir hringja að hún komist hreinlega ekki í símann, hún sé að gera númer tvö. Þetta er mjög vinsælt grín skal ég segja þér, þó ég hugsi að það henti betur eldri systkinum en foreldrum.

Tinna Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 11:55

4 identicon

Ha ha ha hrikalega fyndið :D  Vinkona mín var að vinna í ráðuneyti  í borginni og hún sagði mér frá stúlku sem var í sumarafleysingum og svaraði símanum fyrir háttvirta ráðuneytisstarfsmenn.  Eitt sinn var spurt eftir lögræðingi ráðuneytisins og þá svaraði stúlkan að bragði að hún væri á klósettinu (sem var satt því hún hafði séð hana fara þangað inn).    Vinkona mín missti andlitið því henni hefði aldrei dottið í hug að fólk svaraði svona í símann á vinnustöðum ráuneytum eða ekki !  Stúlkunni var auðvitað kennt að svara í símann eftir þetta

Heddý (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 12:50

5 Smámynd: Adda bloggar

Adda bloggar, 21.2.2008 kl. 14:00

6 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

hvað varstu að gera?

Ylfa Mist Helgadóttir, 21.2.2008 kl. 16:45

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Unglingar!...

Greta Björg Úlfsdóttir, 21.2.2008 kl. 17:57

8 Smámynd: Ársæll Níelsson

Mér er skemmt

Ársæll Níelsson, 21.2.2008 kl. 19:16

9 identicon

Hahahahaha!

Ég veit um eina sem svaraði í símann og það var spurt eftir pabba hennar, hún sagði: Nei hann er að kúka.

Árný (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 19:45

10 identicon

Ha ha ha ...gaman að þessu. Taka símann með .

Guðrún (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband