22.2.2008 | 13:37
Að hafa stjórn á sínum eigin heila
Stundum þegar mikið er að gera og ég hef alls ekki tíma til að láta hugann reika, hvað þá festa hugsanir á blogg, er það einmitt það eina sem ég fæ heilann til að gera. Þó það eigi að heita svo að við stjórnum okkur sjálf og höfum fullt vald yfir því sem við gerum og hugsum, verður að segjast alveg eins og er að það er flóknara en fólk gæti haldið.
Ég er til dæmis frekar upptekin þessa dagana enda á förum til New York og þarf að búa svo um hnúta á mínum vinnustað að strákarnir haldi ekki að ég sé þessi ómissandi. Að ráði kunningjakonu minnar setti ég setti fingurinn í vatnsglas og þegar ég tók hann upp úr sá ég að holan eftir fingurinn hvarf samstundis. þetta á að segja mér að fyrirtækið verði ekki horfið þó ég skreppi frá. Sama kunningjakona laumaði því líka að mér, þegar hún sá efasemdasvipinn, að fólk sem ekki næði þessu væri sjúklega stjórnsamt. Það sem ég vil alls ekki kannast við að vera stjórnsöm, hvað þá sjúklega stjórnsöm, náði ég samhenginu strax. Ætla því með hjálp tækninnar að stjórna fyrirtækinu með hæfilegri blöndu af fjarlægðarstjórnun og fram í tímann stjórnun. Þeir munu varla taka eftir því að ég verð ekki á staðnum.
Í stað þess að klára verkefnalistann hef ég eytt tíma mínum í þessa bloggfærslu, kvefast og láta hugann reika. Þessi færsla er því fórn mín til ósjálfráða hluta heilans sem vonandi hefur fengið nóg af slugsi og leyfir mér að fara að vinna strax og ég hef lokið þessari færslu með punkti.
Athugasemdir
Bon Voyage mín kæra.
Ylfa Mist Helgadóttir, 22.2.2008 kl. 14:15
Það eru allir ómissandi - bara misjafnlega.
Ég er til dæmis mjög ómissandi. Enda hef ég aldrei komist til nújork eða svoleiðis staða. Kemst bara ekki.... vegna þess að enginn getur leyst mig af í neinu.
Gló Magnaða, 22.2.2008 kl. 16:23
Heyrði lokin af viðtalinu við þig og Magnús Reynir Matthildur mín. Mikið er ég stolt af þér. Góða ferð og hafðu það sem allra best. Þú ferð með góðan hug frá okkur öllum trúi ég umvafinn okkar hreykni og góðum hugsunum. Komdu svo bara heil heim aftur og vertu búin að gera þér í hugalund næsta skúbb sem við svo framkvæmum með glans.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2008 kl. 17:57
Ég er svo heppin að vera ekki ómissandi og mér finnst það algjört frelsi. (var nefninlega einu sinni algjörlega ómissandi).
Góða ferð til New York! Þetta er bara spennandi og skemmtileg borg.
Sigrún Óskars, 24.2.2008 kl. 21:31
Góða ferð góða ferð góða ferð...
...
....
og ég verð ein að hlaupa á meðan.
Guðrún (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 14:44
Ég frétti það að þú og fulltrúar Alþingis væruð á fullu að kanna lyftumenninguna í New York! Er það nokkuð hluti að mótvægisaðgerðum yfirvalda...??
Brynjar (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 09:45
Velkomin heim aftur, bestust. Og nú viljum við ferðasöguna...!
Villa (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 23:09
Nú ertu komin aftur og ekkert búin að blogga um ferðina og framann??
Lát heyra!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.3.2008 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.