Að sofa ekki hjá ókunnugum 4.

Nú er mál að slá botninn í frásögnina af för minni.  Þetta er komið ágætt og mesta furða hvað hægt er að gera sér litríka sögu úr venjulegum athöfnum.  Ég ákvað að taka flugið heim frá Boston ekki þó vegna þess að ég þyrfti lögfræðiaðstoð frá Denny Crane ætlunun var að hitta listasysturnar Holly og Laurel Hughes.  Þær eru listakonur í tvennum skilningi, þessum hefðbundna og einnig eru þær einkar lagnar og leggja mikinn metnað í að gera sér lista.  Á þessa lista skrá þær allt sem þarf að kaupa, allt sem þarf að gera, allar bækur sem þær langar að lesa, allar sýningar, söfn og kannski líka eitthvað sem þær ætla að spekúlera í seinna.  Mér Þótti þetta sniðugt kerfi og skrifaði á minn miða, kaupa mér expressó, kaupa bók og mæta í flug. 

Ég hef á undanförum árum verið að þróa með mér flughræðslu.  Ekki misskilja mig ég er ekkert hrædd um að hrapa eða neitt slíkt.  Ég er hrædd um að fá óætan mat og að sessunautur minn hafi vonda nærveru. Nærveru sem væri það stór að hún flæddi yfir í mitt svæði og illa lyktandi eða jafnvel drukkin.  Hver kannast ekki við að hafa lent í vondum mat og vondri nærveru í flugvélum.  Er það ekki annars flugfélagið okkar grúbb eitthvað, sem auglýsir að það sé ekki áfangastaðurinn heldur ferðin sjálf sem sé málið.  Þegar ég nálgaðist sætið mitt, sæti þrettán í röð þrettán var ég komin með hjartslátt, horfði vonaraugum á smávöxnu farþegana. En þetta fór allt vel að lokum, sessunautur minn hafði að vísu stóra nærveru en var viðkunnanlegur. þetta hefði geta farið miklu verr Í heimferðinni var mér boðin rúllukássa.  Mannasiðum mínum hafði greinilega hrakað frá því í síðustu ferð því ég rétt nartaði og potaði í rúlluna, sem minnti á afkvæmi lasagna og vorrúllu.  Ég hafði líka lært af reynslunni og keypt mér súkkulaðihúðaðar kaffibaunir, rúsínur og annað nasl.  

En ég svaf ekki, enda finnst mér alveg vonlaust að reyna að sofa í flugvélum.  Ástæðurnar eru nokkrar. Það er sífellt verið að bjóða fólki mat, drykk eða að kaupa varning. Að sofa sitjandi er óþægilegt, og af einhverjum ástæðum er flugfarþegar gjarnan fullir af koffíni og sípissandi. Síðast en ekki síst þá finnst mér og ég veit að svo er um fleiri óþægilegt að sofa hjá ókunnugum karlmönnum

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Tack så mycket.

Þú segir svo skemmtilega frá.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.3.2008 kl. 16:59

2 identicon

Sko Matthildur, ég LENTI einu sinni við hliðina á hermanni sem var að fljúga í fyrsta skipti eftir 7 ár því hann var svo flughræddur.  Þá mátti reykja í vélunum og hann reykti eins og strompur og keypti sér hvert koníaksglasið á fætur öðru sem hann blandaði með kóki og hrærði því alltaf saman í glasinu með vísifingri (horror)  Hann var með svo stóra bumbu og í alltof þröngri skyrtu, þannig að bringuhárin voru allsstaðar á milli talnanna!  Svo var hann svo hræddur að hann sat með þykkan gallajakka í fanginu og flugfreyjan mátti alls ekki taka jakkann.   Ég er flughrædd  manneskja  og ég hélt á tímabili að maðurinn mundi kveikja í vélinni og byrja á að brenna sjálfur!  Því að hann var ekkkert að pæla í að slá af sígarettunum í öskubakkann, nei sko, í lok ferðarinnar voru bringuhárin á manninum skreytt með ösku og brauðmylslu, svo endaði hann með að missa glas yfir mig!!!  Hef aldrei hvorki fyrr né síðar lent með furðulegri sessunaut!

Björg frá NY manstu? (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 22:09

3 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Iss... ég hef oft sofið hjá ókunnugum. Það getur bara verið gaman!

Matthildur, ætlaðir þú ekki að vera ég á grímuballinu? Ég er sumsé farin að líkjast heilli olíuhreinsistöð???

Skemmtileg ferðasaga!

Ylfa Mist Helgadóttir, 12.3.2008 kl. 04:30

4 Smámynd: Gló Magnaða

Bíð spennt eftir framhaldinu.....

Gló Magnaða, 12.3.2008 kl. 10:51

5 identicon

Ef þú hefðir tíma til þess fyrir öllu hinu sem ekki er pláss til að telja upp hér þá væri gaman að lesa eftir þig bók eitthvert árið...  Takk fyrir skemmtilega ferðasögu, mun óska eftir frekari díteils símleiðis innan tíðar!

Villa (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 18:04

6 Smámynd: Ársæll Níelsson

Gæti nokkuð verið að súkkulaðihúðuðu kaffibaunirnar hafi verið enn einn áhrifaþátturinn í því að þú festir ekki svefn?

Ársæll Níelsson, 14.3.2008 kl. 17:08

7 identicon

þvílík ritsnilld. algjör skemmtun að lesa þig :) hlakka til að sjá þig á ættarmóti í sumar!!

Arndís Veigarsdóttir frænka þín! (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband