3.4.2008 | 00:16
Ungfrú Jarðsprengja
Er það ekki alveg ótrúlegt hvað fólki dettur í hug. Við mannfólkið búum til jarðsprengjur og plöntum þeim í frjóan jarðveg til þess eins að limlesta fullorðna og drepa börn. Gjöfin sem heldur áfram að gefa.
Sum fórnarlöm vilja þó ekki láta líta á sig sem fórnarlömb, þær komust af og eru stoltar konurnar í Angola sem taka þátt í fegurðarkeppninni og ádeilunni Ungfrú Jarðsprengja. The Miss Landmine. Í þessari keppni eru skilaboðin skýr, sönn fegurð býr í þeim sem líður vel og þær standa stoltar þrátt fyrir áföll. Í þessari keppni eru konur ekki varningur.
Farið inn á heimasíðu keppninnar hér og lesið um keppendurnar og þá ógn sem jarðsprengur eru í Angola. Þetta sannar enn og aftur fyrir okkur hvað fólk getur verið kraftmikið þó aðstæður þeirra séu slæmar.
http://www.miss-landmine.org/misslandmine_project.html
Athugasemdir
Óbeislaðar þessar konur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2008 kl. 00:23
Nei það er satt..það er eins og við lærum ekkert mikilvægt eða svo finnst manni. En svo koma svona ljósgeilsar inn í mannlífið eins og þessar konur og sýna okkur svart a hvítu hverjir möguleikarnir eru. Hversu sterk við getum verið og uppreist á allan hátt. Andlega, líkamlega og tilfinningalega. Og þá fær maður aftur smá von í hjartað og trú á að þetta sé þrátt fyrir allt góð jörð og gott líf.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.4.2008 kl. 08:14
Æðislegt..
Gló Magnaða, 3.4.2008 kl. 09:08
Mér finnst að Svíþjóð eigi að borga verðlaunaféð .
alveg viss um handsprengjurnar eru flestar búnar til þar.
Jónína (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 10:18
Magnað að það skuli ekki verið búið að banna alfarið framleiðslu á þessum hryllingsgræjum, ætli það séu ekku um það 90% fórnarlamba almennir borgarar og börn.
Georg P Sveinbjörnsson, 3.4.2008 kl. 18:41
Það er reisn yfir þessum mótmælum.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 3.4.2008 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.