4.4.2008 | 11:37
Kveðja Hr. Matthildar til Femínistafélags Íslands
Þegar femínistafélag Íslands var stofnað fyrir fimm árum áttaði ég mig á því að ég hef alltaf verið femínisti. Alveg frá því að ég neitaði að syngja jólalagið um hann sem fékk bók og hana sem fékk nál og tvinna. Á þeim árum var ég auðvitað bara kölluð helvítis bölvuð frekjudolla. En það er allt breytt og þjóðin hefur þokast í jafnréttisátt. Í dag eru allir femínistar kallaðir helvítis bölvarðar frekjudollur. Og ég er stolt af því að vera ein af þeim.
Í þessi fimm ár Femínistafélags Íslands hefur gengið á ýmsu og nokkuð borði á því að reynt hafi verið að þagga niður í femínistum. Ýmist með því að hóta okkur eða gera lítið úr okkur. Með litlum árangri sem betur fer. Jafnréttisbaráttan er valdabarátta og barátta gegn ríkjandi viðhorfum. Það er því mikilvægt að við gleymum því aldrei að við náum ekki árangri nema hreyfa við fólki og að engar breytingar hafa nokkurn tíman orðið án baráttu. Ég vil hvetja ykkur öll til að halda áfram. Hvort sem þið skrifið bækur, málið myndir, rífist í fermingarveislum, bloggið, rökræðið á kaffihúsum eða eitthvað allt annað. Látið ekkert tækifæri ónotað og hlustið ekki á úrtöluraddir. Innst inni eru flestir okkur sammála. Þegar öllu er á botninn hvolft hefur kvennabaráttan drepið í stærri stubbum en þeim sem eru að reyna að þagga niður í okkur núna. Og það er töff að þora að vera femínisti.
Um leið og ég sendi ykkur hamingjuóskir langar mig að deila því með ykkur að framvegis ætla ég að fara fram á að vera kölluð herra. þessi hugmynd er sprottin upp úr umræðunni um starfsheitin ráðherra og sendiherra.
Bestu kveðjur frá Ísafirði
Herra Matthildur Helgadóttir femínisti........... og frekjudolla
Athugasemdir
Jamm Matthildur mín, ég er viss um að lífið yrði miklu leiðinlegra og dull, án ykkar, um hvað ættum við þá að rífast ?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.4.2008 kl. 11:49
Sæll Matthildur minn, það má ekki slaka á í baráttunni. Ég veit það, því ég er búin að gusast í kvennabaráttu til margra ára og nú eru svo flottar ungar konur að ýta við veldinu og ég er alsæl með það.
Gógörlí
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.4.2008 kl. 12:27
Heyr heyr herra Matthildur.
gudrun (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 12:37
SÆLL
Gló Magnaða, 4.4.2008 kl. 13:36
Í mínum huga hefur þú aldrei verið annað en herra.
Ég mæli hið snarasta með því að þú skrifir Feministaávarpið og látir þér svo vaxa vænan brúsk! Lengi lifi kvenbrúskar!
Barbrúskan.
Ylfa Mist Helgadóttir, 4.4.2008 kl. 18:33
Herra Brúskur lætur líka vel í eyrum.....
Ylfa Mist Helgadóttir, 4.4.2008 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.