Bensín skrímslið skríður

Þó ég sé nú alltaf hrifin af því þegar fólk stendur upp og ver rétt sinn er ég hugsi yfir þessu bensínupphlaupi ofdekraðra jeppakarla og kerlinga í Reykjavík.  Í fyrstu var þetta skiljanlegt, atvinnubílstjórar vöktu athygli á því hversu erfitt er að reka fyrirtæki þegar bensínið hækkar svona hratt. En svo kom þotuliðið á dýru ofurjeppunum. Stóðu með atvinnubílstjórunum, eða hvað?  Virkar á mig eins og að sjá hóp af gráklæddum atvinnulausum ofurútrásarbankamönnum í kröfugöngu 1. maí. 

Ef þetta fólk hefur ekki lengur efni á að kaupa bensín og olíu á stóru bílana sína, væri þá ekki ráð að fá sér ódýrari og sparneytnari bíla eða jafnvel keyra minna.  Er fólk almennt orðið svo firrt að það sér ekki sparnað sem lausn?  Fyrir tæpu ári síðan tímdi ég ekki lengur að eiga minn jeppa, sem var þó bara svo kallaður slyddujeppi, lausnin var einföld og augljós, það fannst mér í það minnsta, ég seldi jeppann og fékk mér fólksbíl.  Ég sé það núna að ég hefði betur ekið flautandi fram hjá Alþingi og volað í fréttunum.  Skammist ykkar og snáfið aftur inn í bílskúr.

Til að hafa nú allt á hreinu, svo ég fái ekki átölubréf frá Háskólanum, vil ég geta þess að ég stal plötunafni frá honum Dr. Gunna, sem er ekki alvöru Dr. og notaði sem fyrirsögn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er semsagt ekkert athugavert við að ríkið tekur 49% af bensínlítranum og er ekki tilbúið að lækka álögur í samræmi við hækkun bensínverðs?

Bensín er samt ekki dýrara en fyrir 10 árum, það er dollarinn sem hefur misst verðgildi sitt um 40% og því þarf restin af heiminum að líða fyrir það.

Ef gull og bensínverð er borið saman helst það hlutfallsega það sama.

Dollarinn hefur svo misst verðgildi sitt vegna þess Iraq stríðið hefur verið fjármagnað að hluta til með prentun á dollara, og því útþynntur gjaldmiðill sem missir verðgildi sitt.

Andri (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 11:10

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst bara gott mál að einhverjir séu að mótmæla þessu óréttlæti, mér er sama hvaðan gott kemur, og óska þeim árangurs í mótmælunum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.4.2008 kl. 13:55

3 identicon

Þessi skrif þín eru  fordómar og bara til  þess fallin  að upphefja sjálfa þig og gera þig  svona æðislega á kostnað okkar sem erum að gera eitthvað fyrir alla í samfélaginu , til hamingju með hvað þú ert fullkomin Matthildur.

Ég get fullvissað þig um það að ég hef aldrei verið dekraður að neinu leiti og mér hefur alltaf verið kennt að ef mig langar að gera eitthvað þá yrði ég að gera það á eigin forsendum og á eiginn rammleik. ég smíðaði minn jeppa sjálfur, er með eiginn atvinnurekstur og skortir ekki neitt í sjálfu sér, en mér svíður bara að þurfa að borga svona mikið fyrir eldsneyti og ég skammast mín bara ekkert fyrir það.

Ég mótmæli fyrir mig og alla hina sem eru mér sammála. 

Það er bara mín ástríða að ferðast um hálendi Íslands.Sorry. Ég vill miklu frekar eyða fríinu mínu upp á jöklum og hálendi Íslands heldur en á Spáni t.d þótt ég fengi spánarferðina ókeypis.

Glanni (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 00:57

4 identicon

Svo ég bæti nú aðeins við  að þá myndi ég ekki vilja framkvæmdarstjóra sem hefur ekki víðsýnni hugsun en þetta.

Glanni (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 01:06

5 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Ágæti Glanni eða hvað þú heitir. 

Mér finnst jeppafólk fara offari í þessu máli og bendi einfaldlega á að hver og einn verður að sníða sér stakk eftir vexti.  Það að þú dragir þá ályktun af skrifum mínum að ég sé fullkomin eða sé að upphefja sjálfa mig er vitaskuld brandari.  Ert þú að taka þátt í mótmælum til að upphefja sjálfan þig?  Eða ert þú að fylgja sannfærinu þinni rétt eins og ég.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 6.4.2008 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband