Hvað getum við lært um stjórn af mávum? 3.

Þá er mál að ljúka þessari ferðasögu.  Eftir allt of stuttan svefn urðum við að fara á fætur.  Við vorum fúlar, við vorum úrillar og við vorum þreyttar. Í það minnsta málfreyjan og nornin, en þær höfðu legið vakandi fram undir morgun og hlustað á gleði og sorgir ólátabelgjanna. Lágu báðar þegjandi í rúmunum og þorðu ekki að segja orð til að vekja ekki hina ef svo vildi til að hún gæti sofið. Hjúkkan og húsfreyjan sváfu þetta að mestu af sér.  Þó við fengjum örlitla útrás á hótelstjóranum í morgunmatnum var málfreyjan enn snúin og lagaðist ekki að ráði fyrr en hún fékk að fara í smá ömmuleik við brautargengisbarnið.  Þetta fyrirmyndar og fríðleiksbarn kom okkur samstundis í betra skap.

Morguntíminn fór í skemmtilegan fyrirlestur um starfsmanamál frá heillandi konu.  Í grundvallaratriðum minnti hún okkur á að við eigum að vera góð við starfsfólkið okkar um leið og við græðum á vinnuframlagi þess.  Annað hvort sagði hún þetta, eða ég dottaði og fór að dreyma. 

Eitt af því sem ég hef komist að í þessu námi mínu er að landið er fullt af frábærum konum, karlarnir eru ágætir líka en ég vissi það því ég les um þá á hverjum degi í fjölmiðlum. Bæði kennarar og aðrar Brautagengiskonur eru uppfullar af krafti og hugmyndum. Þetta fær konu til að hætta að hafa áhyggjur af íslensku krónunni og Mugabe. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af atvinnumálum eða neinum öðrum málum ef allar þessar konur fá að njóta sín.  Virkjunarsinnar ættu að snúa sér að því að virkja hugvit kvenna og karla auðvitað.

Lokalærdóminn á sunnudeginum drógum við af henni Lísbet.  Hún sýndi okkur hvernig okkar innri kona er á litin.  Þá er ekki verið að tala um hvort við værum brúnkukremsbrúnar, upprunalega svartar eða grábleikar Íslenskar. Hún talaði um gula, rauða, græna og bláa innri konu og hvernig best er að blanda þeim saman í vinnuhópa og verkefni. Málfreyjan og nornin voru rauðar, húsfreyjan gul og hjúkkan var blá eða græn.  Ég hirði ekki um að útskýra þetta nákvæmlega en í stuttu máli eru rauðar stjórnsamar og drífandi, gular skapandi og fjörugar, bláar nákvæmar og grænar góðar.  Þetta var mjög gaman og hún heillaði mig alveg upp úr skónum, allt þangað til hún spurði hvort við vildum vita hvernig stjórnendur rauðar væru, allar sögðu já nema ég sem fann á mér að þetta yrði ekki gott,  Rauðir stjórnendur eru svo kallaðir mávastjórnendur, þeir fljúga inn, skíta og fljúga svo út.  

Ég játa. Missti mig aftur og  tókst ekki að ljúka máli mínu  áður en  blogginu lauk.  Heimferðina fáið þið að lesa um á næstu dögum. En þar ræddum við um allt sem við lærðum og lögðum út af því.  Til dæmis veltum við því fyrir okkur hvort hægt væri að fæðast í röngum lit, rétt eins og fólk fæðist stundum í líkama af röngu kyni.  Það gæti verði kallað að vera skinnvilltur og okkur datt í hug að það gæti verið grunnurinn að vandræðum Michael Jackson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Renata

Takk fyrir innlitið :)

hef lesið ferðasöguna þína, þú ert skemmtilegur penni.

Ég er hugsanlega sú rauða kona hugsaði ég ...þangað til kom nákvæmari skýring, hehehehe...

eigðu (g)óða helgi Renata

Renata, 11.4.2008 kl. 10:38

2 identicon

Framhald:

Kipraði mig saman, lagðist í götuna, og grét galli....

Ólöf (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 12:31

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekki veit ég hvaða litur er í mér.  Ætli það skipti rosalega miklu máli, eða ætli ég sleppi héðan af

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2008 kl. 13:38

4 identicon

Öðruvísi mér áður brá !

Leikurinn farin snemma að sofa?!?! 

Fyrir rúmum 20 árum var kona sem sagði eitthvað á þá leið "hver þarf að sofa þegar það er til whiskey".  Líklegast er sú kona er kannski bara farin að drekka sherry nú eða farin að sofa.  Vont þegar frasar deyja út og maður er ekki látinn vita.

Elín (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 14:21

5 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Ásthildur ég gæti trúað að þú sért gul, partýgirl 

Elín það er tími og staður fyrir allt Viskí og vinna eru tvö áhugamál sem ég held aðskildum.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 11.4.2008 kl. 15:15

6 identicon

Já, það eru víst bara sumir sem vinna við áhugamálið.....en þeir eiga kannski líka bara eitt.

Elín (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 15:49

7 identicon

Skemmtilegt blogg, ég þekki þig ekki neitt. Mæli með skræpóttum kirkjuglugga. Nota alla litina, bara við réttar aðstæður.

Laufeyb

laufeyb (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 22:06

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Dásamleg ferðasaga.......innri litir konu eru spennandi og hljóta bara frá minni hlið séð að vera mjög breytilegir. Gul í dag, rauð í kvöld og grá á morgun.

Frábær penni og kona sem þú ert Klemma mín.

Knus og klemm..

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.4.2008 kl. 22:16

9 Smámynd: Katrín

Katrín, 11.4.2008 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband