Geturðu þagað?

Ég hef oft verið spurð að þessu og svarið er ekki auðvelt. 

Þegar ég var yngri og foreldrar mínir hlustuðu á veðrið eða fréttir vildu þeir fá mig til að þegja, rétt á meðan. Það gekk nú svona og svona, í flestum tilfellum var málið leyst með því að ég var send niður eða út að leika mér.

Þegar ég var komin í skóla vildi kennarinn endilega að ég þegði, helst í 45 mínútur, til að hann gæti kennt.  Þessi kennari fullyrti að það væri ekki hægt að tala og hlusta á sama tíma.  Þetta varð náttúrulega endalaust stríð, þar sem ég þagði illa.  Ýmist af ráðnum hug til vera til ófriðs eða þá ég lét undan öllum hugmyndunum sem vildu ómar verða að orðum.

Þegar ég kom út á vinnumarkaðinn var ég líka beðin að þegja um hvað ég hefði í laun.  Þessa reglu braut ég margoft en það kom mér ekki í teljandi vandræði.

Þegar ég hitti vini mína og kunningja er ég stundum beðin að þegja yfir leyndarmálum. Það sem vinur segir í trúnaði er heilagt og ekkert fær mig til að kjafta frá.  Öðru máli gegnir um leyndarmál stórfjölskyldunnar, óléttur, umsvif og hvaðeina er hvíslað miskunnarlaust á milli fjölskyldumeðlima þangað til allir í fjölskyldunni vita.  Svona hóptrúnaður er ekki alltaf vinsæll, en blóð er þykkara en vatn.

Þegar heimurinn er óréttlátur og ósanngjarn og við skiljum ekki illskuna og fávísina sem virðist ráða för, gripum við til þess ráðs að þegja.  Í dag þagði ég í nokkrar mínútur og hugleiddi hvað heimurinn gæti verið yndislegur staður, ef allir væru saddir og frjálsir.  Ef ofbeldi væri ekki til. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég þagði í heilar 7 mínútur.

Við vorum 7 konurnar sem þögðum saman.

Og alveg áreynslulaust.

Heimurinn hlýtur að verða betri héðan í frá !

amma (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 16:51

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Eg þagði í ALLAN DAG!!!

Enda svaf ég. Hefði samt þagað á hádegi hefði ég verið vakandi.

Ylfa Mist Helgadóttir, 11.5.2008 kl. 17:21

3 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Ég er nánast búin að þegja í allan dag líka. Hefur kannski eitthvað með það að gera að ég er ein heima!

Þ 

Þórdís Einarsdóttir, 11.5.2008 kl. 18:03

4 Smámynd: Bryndís G Friðgeirsdóttir

Við mæðgurnar þögðum í dag kl. 13.00. Meira að segja litla Bryndís barnabarnið þagði. Gott hjá þér Matta að þegja líka.

Bryndís G Friðgeirsdóttir, 11.5.2008 kl. 22:31

5 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Þið Þráinn Ágúst eigið greinilega ekki bara fýlusvipinn sameiginlegan!

Hjördís Þráinsdóttir, 12.5.2008 kl. 03:00

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ég þagði stóran hluta úr deginum.  En það var bara af því að orð voru óþörf. Góður pistill.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2008 kl. 09:08

7 identicon

Ef ég hefi vitað af þessu hefði ég staðið og þagað.  Í það minnsta brot úr tíma, gæti það alveg.

Elín (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 13:57

8 Smámynd: Gló Magnaða

Ég held að ég þurfi ekkert átak til þess að þegja.

Eða hvað...  ??

Gló Magnaða, 14.5.2008 kl. 16:08

9 identicon

Ummm ég elska þögn!

Ólöf (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 11:00

10 Smámynd: Friðrika Kristín

Ég man eftir að þurfa að þegja í sveitinni á meðan  hlustað var á veðurfréttirnar á gömlu gufunni. Ég skildi aldrei "Austurland, að Glettingi"... Hélt það væri staður sem héti Austurlandaðglettingi.

Friðrika Kristín, 17.5.2008 kl. 00:32

11 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

heyr heyr, ég talaði líka mikið þegar ég var yngri, en núna líða heilu dagarnir sem mér finnst bara best að segja ekki neitt, hugsa mikið, en segja það sem er valið !

hafðu fallegan laugardag

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.5.2008 kl. 10:46

12 Smámynd: Renata

Ég get þegið klukkutímum sama...ef ég er alein, hihihi

Renata, 18.5.2008 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband