Ég og Móra í Aðstæðum

Félagi minn, hann Ágúst Atlason, opnar ljósmyndasýningu klukkan 14:00 laugardaginn 31. maí í Hamraborg á Ísafirði. 

Sýninguna nefnir hann aðstæður og vil ég hvetja alla til að kíkja á myndirnar því þær eru mjög góðar og það er óhætt að lofa því að sumar þeirra munu koma á óvart. 

Þetta er skemmtileg hugmynd hjá Ágústi, því það alltaf gaman að sjá hvernig fólk leynir á sér, sumir láta glitta innri mann eða konu og aðrir bregða á leik. Þarna er spilað á skoðanir okkar á því hvað þykir við hæfi og hvað ekki.  Hvað ein manneskja getur átt sér margar hliðar og ekki síst hvað tilveran er skemmtileg ef við höfum opin augun.  Útkoman er listaverk sem kemur okkur til að brosa.

Á einni myndinni er ég í aðstæðum sem eru mér kunnuglegar og kærar.  Þetta er ekki sú hlið á mér, sem þið eruð vön að sjá.  Með góðfúslegu leyfi Ágústs sýni ég ykkur myndina af okkur Móru femínista.

moraogeg

Ég hef áður skrifað um Móru stóru sem allir héldu að væri geld og ég taldi það merki um sjálfstæða femíníska hugsun.  Kindin sú sýndi að ekki er allt sem sýnist og að oft er fjör undir fögrum húðum. Það lýtur út fyrir að ég fái lambakjöt í matinn næsta vetur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott sýning hjá Gústa. FLottar myndir og flott módel.

guðrún (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 19:35

2 identicon

Hey, takk fyrir pluggið kæra Matthildur:D

Og takk Guðrún.

Gústi (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband