5.6.2008 | 16:51
Femínistar álykta og kaþólkskir mótmæla
Tvennt þótti mér fréttnæmt í dag. Kaþólskir segja upp viðskiptum við Símann og Femínistafélag Íslands sendi frá sér ályktun um skaðabætur íslensks runksala.
Ég fæ ekki með nokkru móti skilið af hverju auglýsingarnar sniðugu frá Símanum fara fyrir sannkristin brjóst kaþólskra. Hingað til hef ég ekki orðið vör við fréttir af því að þeir amist við auglýsingum sumra fyrirtækja, sem byggja á þeirri hugmyndafræði að líkami kvenna sé söluvara og sjálfsagt sé að niðurlægja konur í auglýsingaskyni. Nokkrar slíkar hafa verið í umræðunni og ég hirði ekki um að taka dæmi í bili a.m.k. Ég skil það svo að kaþólsku fólki þyki það vera alvarlegra að gera grín að biblíusögum en að gera lítið úr konum.
Dómurinn sem femínistar gera athugasemd við er náttúrulega ótrúlegur. Fólk hlýtur að spyrja sig hvernig standi á því að mansal er liðið hér á landi. Er það virkilega svo að engin lög ná yfir þessa starfsemi? Er frelsi manna til að runka sér á og utan í aðra verðmætara en frelsi fólks?
Á Íslandi er refsivert að segja að Geiri stundi mansal en það þykir bara sniðugt að hvetja menn til að nauðga femínistum. Svei.
Athugasemdir
ARG
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.6.2008 kl. 17:19
Það er ótrúleg nauðhyggja að fara út í samanburð á því, afar óvísindalegan reyndar, hverju kaþólskir eru á móti. Þeir hafa gert athugasemdir við auglýsingu frá Símanum. Það þýðir ekki að þeir hafi ekki skoðanir á kúgun kvenna og því misrétti sem þær eru oftlega beittar. Kaþólikkar eru einfaldlega NÚNA að gera athugsemdir við þessa auglýsingu! Þeir eru ekki að álykta um önnur mál NÚNA.
Svo er náttúrulega fádæma vitlaus þessi klausa í færslu Matthildar:
"Ég skil það svo að kaþólsku fólki þyki það vera alvarlegra að gera grín að biblíusögum en að gera lítið úr konum."
Það er ekki um neinar "biblíusögur" að ræða í nýjustu auglýsingaherferð Símans. Heldur er hér verið að fjalla um atburði úr almennri mannkynssögu - á afar hlutdrægan hátt og hygg ég að Kaþólsku fólki geti sárnað það.
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 02:04
Það má vel vera að samanburður minn sé fádæma smekklaus og húmorslaus, hann er þó varla vitlausari en hver önnur viðbrögð mannanna.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 6.6.2008 kl. 09:41
Ég er alltaf jafn hissa þegar nútíma fólk verður sárlega móðgað yfir gríni að fólki sem hefur verið dautt í hundruð eða jafnvel þúsundir ára og hefur ef til vill aldrei verið til.
Nenni ekki að tjá mig um rúnkbúllur núna. Strákarnir verða svo sárir.
Gló Magnaða, 6.6.2008 kl. 10:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.