Hliðrum deginum

Mikið er ég ánægð með Seyðfirðinga þeir vita sínu viti og það sem meira er þeir koma því á framfæri. Á dögunum héldu þeir fund þar sem samþykkt var að skora á stjórnvöld að taka upp sumartíma á Íslandi.  Ég styð þá heilshugar enda hef ég tvisvar komið á Seyðisfjörð og hélt rétt sem snöggvast að ég væri á Ísafirði, svo heimilisleg er stemning hjá þeim.  Gömul hús, logn, fjöll og mannlíf.

Mig hefur lengi dreymt um að hafa sólina á pallinum aðeins lengur fram á kvöldið og þó mér þyki fjöllin falleg og fari ekki fet, hugsa ég þeim stundum þegjandi þörfina fyrir að skyggja á sólina, og það strax rétt upp úr kvöldmat.  Vissulega væri hægt að moka burt fjallinu og nota mölina í uppfyllingu, en ég tel að það sé hagkvæmara og auðveldara að færa daglegt amstur til um einn eða tvo tíma.

þessi hugmynd er vitaskuld ekki ný og Vilhjálmur Egilsson má eiga það að hann hefur stungið upp á þessu nokkrum sinnum á Alþingi. En þau hin voru ekkert að hlusta.  Önsuðu því engu, enda löngu búin að gleyma hvernig tilfinning það er, að horfa á sólina í fjallinu á móti og og skuggann á pallinum. 

Kannski fær þessi hugmynd ekki hljómgrunn hjá ráðamönnum og konum því þau hafast að langmestu leiti við í endalausri rigningu í umferðarhnúti í höfuðborginni.  Kaupa sinn varning í verslunarmiðstöðvum og eru þar að leiðandi lítið úti við.  Kveikja bara ljósin og málið er dautt

donut-clock


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er rétt hjá Árna að klukkan á Íslandi er í reynd stillt of fljót. Þessi umræða var um árið þegar Vilhjálmur Egilsson tók málið upp en þá benti Þorsteinn Sæmundsson stjarneðlisfræðingur honum á að ef vel ætti vera þá ætti að seinka klukkunni á veturna um 2 klukkustundir en láta sumartímann í friði.

BNW (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 05:49

2 Smámynd: Katrín

Ég segi nú bara eins og vélstýran: geta þessir Seyðfirðingar ekki drattast á fætur fyrr?  Annars er ég fylgjandi að klukkunni sé seinkað um klukkutíma að hausti enda verið ómöguleg síðan sumartíminn var tekinn upp allt árið

Katrín, 12.6.2008 kl. 07:29

3 identicon

Ég held það væri nær að við fylgjum réttri klukku á veturna líka. Við erum jú á sumartíma allt árið, sem veldur því að á veturna erum við að paufast í myrkri á morgnana miklu lengur við ættum að vera að gera.   Skólakrakkarnir myndu eflaust þiggja meiri birtu á morgnana þegar þau eru að fara í skólann.  Það er mikilvægara en að fá einn auka klukkutíma til að grilla á sumrin.

Guðjón (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 08:48

4 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Á alveg nógu erfitt með að vakna á morgnana, hvað þá ef morgnarnir byrjuðu klukkutíma fyrr! Það myndi líklega valda sambandsslitum á mínu heimili!

Þ 

Þórdís Einarsdóttir, 12.6.2008 kl. 10:01

5 Smámynd: Gló Magnaða

Ég vil ekki sjá sólina í dimmu mánuðina. Hún er er ekki til neins gagns og er bara til trafala, skín beint í augun á fólki og blindar það. Ég er alltaf mjög fegin þegar hún hverfur en svo er líka gaman þegar hún kemur aftur. Hátíðahöld í hverju húsi.

Ég styð breytingu á klukkunni og ég skil ekki þá sem kvarta yfir að þurfa að vakna fyr. Það hlýtur að vera fljótt að venjast eins og hjá fólki sem fer til útlanda á annan tíma. Og ég er sko enginn morgunhani.

Gló Magnaða, 12.6.2008 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband