12.6.2008 | 19:34
Búningar og barnagull
Þjóðbúningafélag Vestfjarða mun, í samvinnu við Byggðasafn Vestfjarða og söfnin á Gamla sjúkrahúsinu, opna sýninguna Búningar og barnagull þann 14. Júní n.k. klukkan 13:00. Sýningin verður í Gamla sjúkrahúsinu á Ísafirði og verður opin frá 13 til 16 á opnunardaginn og síðar á opnunartíma Gamla sjúkrahússins. Á sýningunni verða gamlir og nýir þjóðbúningar í eigu Byggðarsafnsins og einstaklinga. Sérstök áhersla verður lögð á að sýna búninga barna og unglinga, auk gamalla leikfanga og annars sem tengist þjóðbúningum. Á opnun sýningarinnar verða konur úr Þjóðbúningafélagi Vestfjarða íklæddar þjóðbúningum sem þær hafa verið að sauma undan farin ár undir handleiðslu Þjóðbúningastofu og Heimilisiðnaðarfélags Íslands. Við viljum hvetja alla sem eiga þjóðbúning, hvort sem þau eru í félaginu eða ekki, að mæta í honum til að gera sýninguna lifandi og skemmtilega.
Fréttatilkynning frá Þjóðbúningafélagi Vestfjarða
Athugasemdir
Ég mæti í mínum þjóðbúningi !
GUSSA (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 19:50
bara að seigja hæhæ
Sigurður Friðfinnsson, 13.6.2008 kl. 15:46
Verður trampólín?
Ég kem ekki nema það verði trampólín...
Hjördís Þráinsdóttir, 13.6.2008 kl. 23:29
Komst ekki í dag, en mun koma á næstunni!
Til hamingju :)
Gústi (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 17:32
bwahahahah............... verður trampólín........
Gló Magnaða, 16.6.2008 kl. 10:48
Ég segi eins og Hjördís. Ég kem ekki nema það verði annaðhvort trampólín eða karamelluregn úr flugvél.
Auðvitað kem ég. Annars drepur Alla mig
Ylfa Mist Helgadóttir, 22.6.2008 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.