Þökk sé EM í fótbota

Ég vissi ekki hvað fótbolti er frábær fyrr en nýlega.  Satt að segja hélt ég að fótbolti væri leiðinlegur, og hafði minna en engan áhuga á íþróttinni.  Ég hafði aldrei haldið með neinu liði og haft væga skömm á þeim sem sitja æpandi  fyrir framan skjáinn að fylgjast með liðinu sínu.   Ég var meira að segja búin að finna út að bakgrunns hljóðin þegar þúsundir hrópa stanslaust þungum rómi, færu í taugarnar á mér vegna þess að múghljóð að þessu tagi minntu á brjálaða vísundahjörð og því væri það manneskjum eðlislægt að vera órótt.  Það væri skrifað í frumurnar og skýin, að æstum múgi getur ekki verið treystandi.

En fótbolti er frábær og ég á honum mikið að þakka.  Sérstaklega EM sem hefur hertekið Sjónvarpið og kennt mér að vera án kvöldfrétta og án framhaldsþátta um morð, ástina eða einhverja draugavitleysu.  Á undraskömmum tíma hef ég læknast af kvöldfréttaáráttunni.  

Áður var ég svo kölluð sófakartafla og glápti á sjónvarpið öll kvöld, nema þegar ég var svo heppin að einhver kom og truflaði mig, og missti af lífinu.  Núna sit ég við eldhúsgluggann og horfi á hafið, les bækur, fer í gönguferðir, á fjöll, spjalla við fjölskylduna eða sit úti á palli og nýt lífsins og mölva flísar til þess eins að raða þeim saman aftur. 

Núna skil ég hvað það er frábært að stjórna sínu eigin lífi og aðstoðin kom úr óvæntri átt.  Ég vil því nota tækifærið og taka aftur allt slæmt sem ég hef látið út úr mér um fótbolta.  Ég vona að það verði fleiri svona stórmót, og ég vona að það verði alltaf sýnt beint frá öllum íþróttaviðburðum í Sjónvarpinu héðan í frá. 

Ég er konan sem elskaði að hata fótbolta en nú elska ég fótbolta. Takk fyrir mig


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg hjartanlega sammála þér.

Er sjálf alveg hætt að horfa á sjónvarp á kvöldin.

Yndislegt , maður hefur öðlast líf ! :)

Bestu kveðjur

miðbæjargöngutúravinkona í Reykjavík (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 11:24

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góður vinkill á fóboltaofbeldið.

Hmm......

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.6.2008 kl. 12:57

3 identicon

Þar kom að því að þú mundir fara að elska boltann :)

Aldrei of seint að snúast til betri vegar.

Kristján Geir (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 14:53

4 identicon

Já fátt er svo með öllu illt að ei boði gott.

Stebbi (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 09:19

5 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Auðvitað er þetta bara snilld, allt í einu er allt hreint og fínt heima og formið alveg að verða gott eftir alla göngutúrana og hjólatúrana.

Eru svo ekki ólympíuleikar fljótlega?

Þ

Þórdís Einarsdóttir, 24.6.2008 kl. 14:07

6 identicon

Aumingja þú !!!að ver með bara með RUV ég er svo heppin að vera með sín þar sem ég get horft á TÝRU og fleiri frábæra raunveruleika þætti ég ætti að bjóða þér í heimsókn........ 

Gréta skúla (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 19:55

7 Smámynd: Marta

Ohhh... ég þoli ekki EM! Þetta gerir mig svo reiða þegar ég vil horfa á kassann. Ég er búin að blóta helvíti mikið yfir fótboltanum. Þarf að taka þig til fyrirmyndar...

Marta, 25.6.2008 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband