Hættum að drepa tímann, leyfum honum frekar að líða í friði.

Því hefur löngum verið haldið fram að það sé slæmt að gera ekki neitt.  Gott fólk á  vinna mikið og lengi og ef það er ekki að vinna, þá á það að vera gera eitthvað, helst gagnlegt.  Láta ekki verk úr hendi falla.  Vinna eða vinna mikið og ekki hangsa yfir engu.  Eftir að vinnutíma líkur á gott fólk að taka til í geymslum, smíða palla, fara í ræktina eða setja niður kartöflur og taka þær síðan upp, skræla, sjóða, borða, ganga frá og fara út með ruslið.  

Spilverkið söng á sínum tíma um að þegar hún yrði stóð þá ætlaði hún ekki að gera neitt.  Ég man að mér fannst þetta nálgast Guðlasti á sínum tíma.  Enda alin upp við það í sveitinni að fólk yrði að vinna. Amma mín blessunin hafði kennt mér að vinnusemi væri dyggð og lykillinn að góðu lífi.  Að leika sér væri óþarfi sem myndi bara breyta okkur krökkunum í aumingja eða það sem verra væri, letingja.  Það var vitaskuld það allra versta sem okkur gæti hent.  Enda æpti Lóa frænka í laginu forðum.

Þó trúin á að vinnusemin sé hin æðsta dyggð sé á undanhaldi, eru enn merki um þennan hugsunarhátt allt í kring um okkur.  Markaðsöflin nýta sér þetta og til eru með ótal ráð um hvernig má, fyrir sanngjarna þóknun, drepa tímann.  Það er ekki gert ráð fyrir því hvað það getur verið gott að gera ekkert.  Nota fríið til þess að vakna þegar við vöknum, borða þegar við erum svöng og sofna þegar við sofnum.  

Hættum að drepa tímann og leyfum okkur að njóta þess að gera ekki neitt 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég eins og nánast allir Íslendingar er alin upp við vinnangöfgarmanninn-hugmyndafræðina.  Enn þann dag í dag er ég með samviskubit yfir að "gera ekki neitt".  En ég held því áfram staðráðin í að komast á toppinn í letimennskunni.

Jájá.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.6.2008 kl. 16:01

2 identicon

Frábær lesning!!

alva (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 22:19

3 identicon

Já, það er sérstök kúnst að kunna að "gera ekki neitt" - það veit ég sem fyrrverandi vinnufíkill sem kveið öllum fríum svo mikið að þau fóru flest í meltingartruflanir og magabólgur því þegar ég slakaði á streitunni þá notaði líkaminn eðlilega tækifærið og mótmælti þessari vinnuvitleysu með algeru breakdown

Í dag er ég mun hlynntari dönsku heimspekinni um að það sé hollt að taka því rólega, lifa í ballans og meira að segja að láta sér leiðast það mikið að maður gæti uppgötvað sjálfan sig og umheiminn alveg upp á splunkunýtt... Já, "Letin" er stórlega vanmetin 

Martha Elena Laxdal (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband