Hafið þið séð köttinn minn?

Kisan okkar, hún Emilía Lúra er týnd.  Hún hefur ekki sést síðan hún fylgdi mér í vinnuna á mánudaginn. Ég veit að útivistatími katta-unglinga er rúmur á sumrin, en ég hef samt örlitlar áhyggjur.  Hún hefur aldrei verið svona lengi í burtu og nú er farið að rigna og því gæti kisu orðið kalt.

 aramot2007 080Nú sit ég heima og vonast eftir að heyra bjölluhljóminn þegar hún trítlar um.  Að mér læðist ljótur grunur þó ég reyni að hugsa mér að hún sé í góðu yfirlæti.  Ég læt sem ég muni ekki eftir Mána sem var stolið frá okkur og komst við illan leik aftur heim, svo illa leikinn á sálinni að við urðum að senda hann inn í eilífðina.  Ég læt sem mér sem sama um þennan garm, sem murkað hefur lífið úr litlum músum undir rúminu mínu og stolist til að sofa á koddanum þegar ég er í vinnu.  Farið upp á borð og   leikið hleyptu með inn, hleyptu mér út leikinn oftar en ég kæri mig um að muna.  Ég þykist viss um að hún komi aftur og haldi áfram að fara í taugarnar á mér.

Bætt við seinna sama dag 28. júní

Ég vaknaði upp við bjölluhljóm áðan, þá var kallað rámum kisurómi, er ekki til nein matur hér.  Stuttu síðar hafði hún stolist upp á eldhúsborð. Ég vissi að allt yrði aftur eins um leið og ég skammaði hana niður á gólf.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég vona að þessi sæta kisa komi fljótt heim

Hanna (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 01:13

2 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Sæl herra Matthildur.

Vona sannarlega að kisi skili sér. Vont að vita ekki hvað verðum um þessi dýr sem við tökum að okkur.

Takk fyrir síðast, þegar við máluðum New York rauða fyrr á árinu.

Kv. Dóra

Halldóra Halldórsdóttir, 28.6.2008 kl. 12:55

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég vona að hæun komi heim, ég upplifi þetta oft, en viti menn þegar ég held að öll von sæe úti kemur kisi heim !!!

kærleikur

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.6.2008 kl. 18:38

4 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Jæja, hún skilaði sér. Það er nú gott.

Ylfa Mist Helgadóttir, 28.6.2008 kl. 20:32

5 identicon

Gott að hún er komin heim :) ótrúlegt hvað maður saknar þeirra, þegar þeir hverfa svona kettirnir manns...þrátt fyrir ótrúlegan pirring í þeirra garð stundum...

Hafðu góða helgi.

alva (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 23:45

6 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

æ, mér líður alltaf illa þegar ég sér auglýst eftir týndum kisum! Og ég fékk tár í augun þegar ég sá að hún er komin í leitirnar. Ég sjálf gekk um hálfgrátandi þegar Monsa mín stökk út um gluggan af þriðju hæð og var týnd í sólahring(inniköttur). Úff! Mikið er gott að hún lét sjá sig aftur!

Emilía Lúra er líka svo flott nafn, hvaðan kemur það?

Harpa Oddbjörnsdóttir, 29.6.2008 kl. 00:42

7 Smámynd: Marta

Já okei, þannig að hún var sem sé týnd þegar hún kom að heimsækja mig í búðina og klóraði mig til blóðs... Hummm..

Marta, 29.6.2008 kl. 19:24

8 identicon

Af myndinni að dæma er þetta sennilega kötturinn sem var læstur í geymslunni minni niðri í kjallara við Silfurtorg. Ég sótti mér úlpu þangað á laugardagsmorgun og heyrði þá sultarhljóð kattarins, ég rak hann út og virtist hann frelsinu feginn.

 Ég hef ekki hugmynd um hvað hann var að gera þarna eða hvað hann var þar lengi. Eina sem ég veit er að kettir hafa ekki andstæða þumla og því ætti það að reynast þeim erfitt að brjótast inn.

 Ég er bara feginn að það var kalt þennan dag. Annars hefði ég þurft að ganga á lyktina til að finna hann og koma honum út.

Jón Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 17:00

9 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Mikið er ég fegin að kalt var í veðri á laugardaginn, þó ég kunni að hafa sagt annað.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 1.7.2008 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband