Vinsamlega skammist ykkar

Hugsið ykkur hvernig það væri ef stjórnendur RÚV hefðu tekið á málunum með öðrum hætti.  Þeir hefðu getað gefið sér meiri tíma til að fara yfir sparnaðaraðgerðina. Þá hefðu þeir hugsanlega komist að annarri niðurstöðu en þeirri að segja upp 20 starfsmönnum og lama Svæðisútvarpið á Vestfjörðum og á Egilstöðum.  Þeir hefðu kannski sparað í kaupum á rándýrum íþróttaútsendingum eða glanssýningunni kenndri við Eurovison.  Kannski þurfum við ekki alla þessa útsendara RÚV sem standa með hljóðnemann á þaki í New York eða á brautarstöð í London.  Að sjá íslenskan fréttamann bætir þar engu við fréttina.  Nema vitanlega fyrir viðkomandi fréttamann. 

Hugsið ykkur ef Ríkisútvarpið væri þannig rekið að starfsmenn allir væru stoltir af sínum stjórnendum, og vildu vinna með þeim að því að gera RÚV að þeirri menningarstofnun sem það á að vera.  Ef forgangsröðunin væri þannig að sjálftökuliðið sem er við það að kafna í eigin hroka réði ekki ríkjum.  

Hugsið ykkur ef stjórnendur hjá  RÚV vissu að þar sem stundum er kallað, úti á landi, er hægt að hugsa heila hugsun og þar býr gerðarlegt fólk.  Þar verða til fréttir jafnt og í Reykjavík og þar getur fólk búið til sjónvarps og útvarpsefni boðlegt okkur öllum.

Hugsið ykkur ef við sem borgum afnotagjöldin fengjum val um það hvort við tækjum þátt í því að eyðileggja RÚV.  Flestum okkar þykir vænt um þessa stofnun og viljum að hún verði rekin áfram.  Okkur er ekki sama og okkur þykir leitt að þessi klíka sem upphefur sjálfa sig og sína, skuli komast upp með að rífa niður það uppbyggingu sem átt hefur sér stað.

Fyrir mitt leyti, sem hluthafi, vil ég lýsa algjöru frati á þessar aðgerðir og bið þá sem bera ábyrgð á þeim vinsamlegast að skammast sín.


mbl.is Starfsmannafélag RÚV ályktar um uppsagnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

Hefði ekki Palli Magg átt að kaupa sér örlítið ódýrari jeppa og kaupa fötin sín bara í Dressmann? Af hverju er sparnaðurinn alltaf á fáránlegustu stöðunum?

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 2.7.2008 kl. 15:48

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gat nú verið að borið yrði niður á landsbyggðinni þegar draga á saman.

Ömurlegt, hreint út sagt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.7.2008 kl. 16:14

3 identicon

arrrggg, óþoladi alveg, fór þetta ekki niður á við þegar hrokagikkur og snobbari númer eitt kom þarna inn, Páll Magnússon og svo allt þotuliðið sem var á ofurlaunum á stöð 2 einu sinni...

alva (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 16:48

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Allt satt og rétt! - Tala af reynslu, var 18 ár fréttamaður hjá RÚV á Austurlandi, sá auk svæðisútsendinga og frétta um þætti á landsvísu eins og Auðlind um sjávarútvegsmál, sem lögð var niður illu heilli. Sendi þáttinn út að öllu jafna frá Egilsstöðum einnig frá Akureyri, Reykjavík og Ísafirði. það er nefnilega svo merkilegt að þessar símalínur sem notaðar eru virka í báðar áttir en ekki bara frá Reykjavík. Það er fjölda margt sem hægt er að spara hjá RÚV annað en að segja upp fólki. Sérstaklega ofulaun og bílastyrkir og jafnvel bílakaup fyrir einstaka gæðinga. Ætli bíllinn sem Palli Magg. ekur á kosti ekki jafn mikið og árslaun þeirra starfsmanna svæðisstöðva á Egilsstöðum, Ísafirði og Akureyri sem sagt var upp, til samans. - Svo er slagorðið ennþá: RÚV þjónusta í þína þágu - útvarp allra landsmanna! 

Haraldur Bjarnason, 2.7.2008 kl. 17:21

5 identicon

Það eru til miklu einfaldari leiðir til að spara varðandi RÚV.

Einfaldast væri að leggja RÚV niður. Þá fengi Palli engin ofurlaun, jeppagarmurinn úr söguni og allir ánægðir. Er það ekki?

Málið dautt

Helgi (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 17:36

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Helgi minn. Ekki er það mál sem við Matthildur erum að tala um dautt við þetta sem þú segir. Við höfum dæmi: Stöð 2 var með starfsmenn á Egilsstöðum og Akureyri, það er liðin tíð. Mogginn var með starfsstöð á Egilsstöðum og Akureyri. Sú á Akureyri heldur ennþá, en hin er horfin. Þetta er einfalt við erum ein þjóð sem þykjumst búa í einu landi og þá þurfum við Ríkisútvarp, Bretar vita þrátt fyrir alla einkavæðingu að BBC er þörf útvarps- og sjónvarpsstöð. Annað er bara rugl og verður til þess að miðstýring verður enn meiri og horft á málefnin frá sjónarhorni þeirra sem ráða. - Svona er þetta bara!! 

Haraldur Bjarnason, 2.7.2008 kl. 18:21

7 identicon

Vil bara segja það að RÚV hefur aldrei verið "þjónusta í mína þágu" og ég vil að afnotagjöld sjónvarps verði gefin frjáls og kostnaður ríkisútvarps - í eigu allra landsmanna - verði dreift á alla landsmenn í formi örprósentu í skatti en ekki bara þá sem sjá sóma sinn í að borga afnotagjöldin, því það eru ekki nærri því allir sem það gera. Fjölmiðlun hefur aldrei verið laus við einhverskonar miðstýringu og forræðishyggju, og RÚV er þar engin undantekning. Ég veit um þúsund betri leiðir til þess að nota þennan þrjátíuþúsund kall á ári sem afnotagjöldin eru (sem nota bene þýðir 50.000 króna brúttótekjur fyrir skatt sem samsvara á mínum launum ca. 47 tíma dagvinnutekjum). Þetta fyndist mér vera lýðræði í lagi - ólíkt ríkjandi fyrirkomulagi.

Martha Elena Laxdal (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 22:37

8 identicon

Hvernig væri að landsbyggðarfólk sameinist í mótmælum og hætti að borga afnotagjöldin!!

alva (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 23:31

9 Smámynd: Ellý

Martha hefur rétt fyrir sér. Nú hef ég lent í því tvisvar að stórir skjálftar eigi sér stað í minni heimabyggð og RÚV sem á að heita öryggistæki allra landsmanna (það er allavega ein gefin ástæða fyrir afnotagjöldunum) gerði ekki hlé á sínum útsendingum til að koma með fréttir.

Í fyrra skiptið var Stöð 2 komin langt á veg með að upplýsa fólk um hvað var í gangi áður en Ríkissjónvarpið svo mikið sem hikstaði. 

Og svo á maður að borga fyrir þetta, öryggis síns vegna? Fótboltinn þótti mikilvægari 2000 og Alþingið núna. Ég skal alveg borga fyrir útvarpið, en það væri þó öllu ódýrara.

Ellý, 3.7.2008 kl. 12:46

10 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Ég vann fyrir lægstu launum lífs míns á Ríkisútvarpinu, sem afleysingafréttamaður á RúvÍs. Það eru ekki laun landsbyggðafréttamanna sem eru að sliga batterýið. Það get ég sagt þér :)

Ylfa Mist Helgadóttir, 3.7.2008 kl. 14:17

11 Smámynd: corvus corax

Nú þurfa allir að taka höndum saman og hætta að borga afnotagjöldin, neita að borga meira undir rassgatið á flottræflinum Páli Magnússyni sem ætlar greinilega að soga til sín eins mikið af almannafé gegnum RÚV eins og hann mögulega getur og skenkja vinum sínum með sér. Þetta fífl hagar sér eins og einræðisherrarnir í þeim löndum sem við köllum vanþróuð en þeir eru frægir fyrir að draga sér fé af almannasjóðum á meðan þeir eru við stjórnvölinn og það er nákvæmlega það sama sem Páll Magnússon ætlar að leika núna. Föt frá dýrustu verslununum, bíll sem er nógu dýr svo siðblindan og flottræfilssýkin nái hæstu hæðum, margföld laun venjulegra starfsmanna RÚV sem útvarpsstjóri er ekki og verður aldrei maður til að vinna fyrir þótt hann dragi til sín allt það fé frá stofnuninni sem hann kemst yfir er öllum tiltækum ráðum. HÆTTUM ÖLL AÐ BORGA AFNOTAGJÖLDIN STRAX!!! Það getur ekki verið að það sé hægt að neyða almenning til að borga einkaneyslu Páls Magnússonar og hinna flottræflanna í kringum hann eins og Þórhalls Gunnarssonar.

corvus corax, 3.7.2008 kl. 14:29

12 Smámynd: Katrín

Hefði verið nær að leggja niður rás 2...enda nóg af afþreyingaútvarpsstöðvum.

Katrín, 4.7.2008 kl. 12:08

13 identicon

Hvað ætli Páll Magnússon auminginn fái í laun fyrir að lesa fréttirnar á næstum hverju kvöldi í sjónvarpinu? Skyldi það ekki vera á við árslaun nokkurra svæðisútvarpsmanna? Sumir sjá ekki bjálkann í sínu eigin........

jhe

halli (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband