"mætti ég aðeins eitt fyrir ykkur brýna, hvert einstakt líf það heimtar samhjálp þína"

Þessi orð Kiljans í þýðingu hans á ljóði Brects um Maríu Farrar komu mér í hug við lestur frétta og greina um þetta mál.  Vonandi eru Íslendingar nógur stórir til að koma þessu fólki til hjálpar.   Við erum rík þjóð og okkur kemur það við þegar samborgarar okkar eru í hættu eða vanda.

 

Ég hef þegar skrifað undir áskorun þess efnis og vænti þess að það beri árangur.  


mbl.is Fjölskyldu fleygt úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við Íslendingar megum skammast okkar fyrir að taka ekki betur á móti því fólki sem hingað leitar í neyð sinni og á allt sitt undir.  Maður þessi sem hefur starfað með hjálparstofnun á okkar vegum og flýr á náðir íslenskra ráðamanna, sem hafa gefið sig út fyrir að stýra friðelskandi þjóð þar sem hvert mannslíf teljist dýrmætt, ætti svo sannarlega ekki að þurfa að lenda í sömu sporum og rjúpan í kvæðinu ,,Óhræsið"er hún flúði í fang konunnar í dalnum.

Nær væri að kanna bakgrunn sumra sem hér dvelja og brjóta af sér án þess, er virðist, að hægt sé að vísa úr landi þótt erlendir ríkisborgarar séu.

Sabína Jónsdóttir (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 18:37

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Alveg sammála, þetta mál er sorglega skammarlegt fyrir íslensk stjórnvöld, og svo er verið að klóra í bakkan núna og biðja sendiherra á Ítalíu að tala máli mannsins við ítölsk stjórnvöld, er ekki allt í lagi með þetta lið ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.7.2008 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband