Nú falla öll vötn til Edinborgar

Það eru góðar fréttir úr herbúðum Ísafjarðarbæjar.  Nú loks ætla kjörnir fulltrúar okkar að axla ábyrgð sína í menningarmálum og hafa ákveðið að styrkja menningarfrömuði Ísafjarðar í Kaffi Edinborg með því að bjóða okkur, bjórþambandi almúganum, upp á Eurobandið.

Þetta eru vatnaskil og víst að ekki falla öll vötn til Dýrafjarðar, því sumar sprænur renna til Edinborgar.  Nú gætu einhverjir haldið að ég sé eitthvað fúl og að mér þyki sem menningarstarfsemi af þessu tagi eigi ekki að fá styrki, en það er af og frá.  Ég er ánægð fyrir hönd styrkþega og þykir einsýnt að einhverjir menningarlega vaxnir munu nýta sér þessa stefnubreytingu og leita eftir styrkjum til að flytja inn skemmtikrafta á sína veitingastaði eða aðra þá staði sem menning þrífst burt séð frá öllum sjónarmiðum um samkeppni, enda svoleiðis reglur einungis til trafala.

Það er líka gott til þess að vita að til er hraðmeðferð fyrir svona áríðandi afgreiðslur, því stundum dettur manni eitt og annað sniðugt í hug og þá er gott að þurfa ekki að hafa of mikinn fyrirvara.

Það er bara eitt sem við ætla að muna í næstu kosningum, að kjósa þá sem hafa svipaðan tónlistarsmekk og ég.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gló Magnaða

Það verður nú að styrkja þessi grey. Það kemur auðvitað ekki nokkur maður til með að borga sig inn á þetta ball enda STÓRA afmælishelgin og við ætlum öll að hafa það gaman.

Gló Magnaða, 16.7.2008 kl. 19:42

2 identicon

Ég veit það að minnsta kosti að ég var eflaust fyrsta til að kaupa miða á ballið :):) og mun mæta klukkan 12 stundvíslega og hafa mikið fjör :):) enda hundleiðilegt að sitja lengi við með bjórþambandi almúganum sem ekkert vit er í þegar líða tekur á :):)

 Eygló skynja ég gremju í garð edinborgara hjá þér? hví ætti fólk ekki að borga sig inná ballið ? gott að geta loks komist á almennilegt hljómsveitaball sem hægt er að dansa við, góð tilbreyting frá diskói á kaffi edinborg sem er að sjálfsögðu alltaf gaman, en gaman að breyta til :)

Tinna Óðinsdóttir (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 00:11

3 Smámynd: Gló Magnaða

Tinna ?????? HVAÐ??????

Finnst þér í lagi að bærinn styrki cover hljómsveit úr borginni sem kemur hér einu sinni á ári og okrar á miða fyrir okkur almúgan?

Það er það sem þetta mál snýst um en ekki það að mér leiðist á Edinborg. Það er bara mitt mál.

Svo er til svolítið sem heitir húmor....  en ég er nú svo vitlaus að ég held alltaf að allir skilji húmorinn minn og taki honum eins og mér finnst að eigi að gera. Hundleiðinlegt að þurfa að útskýra húmorinn. -  Djö..

Gló Magnaða, 17.7.2008 kl. 11:37

4 identicon

Ég lít ekki svo á að bærinn sé að styrkja þetta tiltekna ball, ég lít svo á að þessi fjölskylduskemmtun sé algerlega óviðkomandi ballinu sem er sama kvöld. 

Bærinn er eftir minni bestu vitund að styrkja fjölskylduskemmtunina, og 50 þús er dropi í hafið miðað við það sem ég get ímyndað mér að svona batterí kosti.  jafnframt er afar dýrt að standa fyrir svona viðburðum, sem og böllum af öllu tagi. 

ég lýt á þetta sem aðskilna viðburði, sem ekki má rugla saman.  Skynsamlegt að samnýta skemmtikraftana til að allir aldurshópar hafi gaman af, því það er ekki eins og þeir eigi leið hér um og droppi inn.

 En hvað með alla hina skemmtikraftana sem koma fram á þessari fjölskylduhátíð? það er ekki eins og Eurobandið sé eina atriðið þarna.

Held við ættum að njóta bara, því annað eins hefur bærinn "sóað"  ( að margra mati) peningum í 

annars er ég bara ósammála en húmorinn þinn er oft fyndinn, skyldi bara ekki þennan :):)

Tinna (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 12:26

5 Smámynd: Gló Magnaða

Eftir því sem ég best veit taka hin atriðin sem eru á þessari hátíð ekki neitt fyrir.

En þetta er besta mál. Ég og fleiri erum langt komin með að skipuleggja "fjölskylduskemmtun" og gott að vita að við eigum þennan 50 þúsund kall vísann.

Ég hleraði það í hádeginu að það yrðu margar fjölskylduskemmtanir haldnar hér í bæ á næstunni. Það gæti orðið bænum dýrt en hvað með það þeir eyða svo sem peningunum okkar í aðra eins vitleysu.

Gló Magnaða, 17.7.2008 kl. 12:46

6 identicon

gott :)

bíð eftir fleiri skemmtunum :):) , og bærinn hlýtur að halda þessu áfram fyrst að fordæmi eru komin núna fyrir því að styrkja skemmtanir af þessu tagi :):)

Tinna (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 13:09

7 Smámynd: Gló Magnaða

Nákvæmlega.......

Nú erum við að farnar skilja hvor aðra.

Gló Magnaða, 17.7.2008 kl. 13:13

8 identicon

alva (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 03:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband