Langi Mangi kveður

Um næstu mánaðarmót mun Langi Mangi, elsta starfandi kaffihús Ísafjarðar, hætta starfsemi.  Að þessu tilefni verður efnt til kveðjuhátíðar sem stendur frá fimmtudeginum 24. Júlí til fimmtudagsins 31. Júlí.   Margt spennandi verður á dagskrá þessa síðustu daga.  Í boði verða, ljóðakvöld, bingó, lágmenningarkvöld, drekktu betur, gítarkarókí, lokaball svo eitthvað sé nefnt.

Dagsskrá Kveðjuhátíðar

24. júlí  21:00 Drekktu betur, þema: Botnið texta, Gummi og Eygló spyrja, syngja og spila

25. júlí 22:00  Gítarkarókí,  Gummi Hjalta spilar og þið syngið.

26. júlí 23:00 Lokaball, vinir Langa Manga skemmta

27. júlí 21:00  Ljóðakvöld Eiríkur Örn og Haukur Már munu ásamt fleirum flytja ljóð

28. júlí 21:00 Bíókvöld. Heimildarmyndin Óbeisluð Fegurð

29. júlí 21:00 Bingó. Blautir vinningar

30. júlí 21:00  Lágmenningarkvöld. Elfar Logi og fleiri vinir Langa Manga munu m.a. flytja brot úr ástarsögum, dægurlagatextum og dónaljóðum.

31 júlí 21:00 Drekktu betur, þema R.I.P. blóm og kransar afþakkaðir

 

Fólki er bent á að skoða  heimasíðu Langa Manga http://langimangi.is þar sem dagskráin verður uppfærð reglulega. Þeir sem áhuga hafa á að koma fram í atburðum eins og lokaballi og lágmenningarkvöldi skal bent á að hafa samband við Guðmund Hjaltason

  

Starfsfólk og eigendur vilja að lokum koma á framfæri kveðjum og þakklæti fyrir frábærar og skemmtilegar samverustundir á liðnum árum.  Það er von þeirra að sem flestir komi á þessa fjölbreyttu viðburði til að kveðja staðinn.  Það ættu allir að finna skemmtun við sitt hæfi.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta eru leiðar fréttir þykir mér. Hves vegna eru þeir að leggja upp laupana? Kemur eitthvað í staðinn eða verður húsinu fundið annað hlutverk?

Annars er myndin á blogghausnum þíinum alveg mögnuð. Kveikir neista í meiru hjarta brottflutts manns. Skólabróðir minn úr MHÍ hann Jón Sigurpáls hefur sannarlega unnið þrekvirki þarna í safna og menningarmálum.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.7.2008 kl. 03:15

2 Smámynd: Gló Magnaða

Þetta er hræðilegt. Margar af bestu stundum síðustu ára hefur maður nú átt þarna.

Þetta er eins og að missa heimilið sitt.

sniff..sniff.....   RIP.... Langi Mangi.

Gló Magnaða, 24.7.2008 kl. 08:20

3 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Það á eftir að koma í ljós hvaða hlutverki þetta hús mun gegna, það ágætlega staðsett í miðbænum.  Ástæður þess að staðnum verður lokað eru einkum persónulegar, vertinn Gummi Hjalta mun snúa sér að öðru.

Þetta er rétt hjá þér Gló, hvar eigum við að borða í hádeginu?

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 24.7.2008 kl. 09:08

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ ég mun sakna Langa Manga, er eitthvað í pípunum um að það sé mögulegt að halda starfseminni áfram ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.7.2008 kl. 19:48

5 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

Úff....verður ekki nóg af tissjúbréfum á staðnum og svona?

Þarna fékk maður að gaula eins og maður vildi. Fyrst hjá Loga og svo hjá Gumma. Var að vona að einhver tæki við boltanum og myndi halda Langa á lofti.

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 25.7.2008 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband