Gítarkarókí og að láta gluða

Í gær 24. júlí, áttum við, ég og sá heppni, 15 ára brúðkaupsafmæli.  Við erum satt að segja hálf undrandi á því hvað tíminn líður hratt. Mér finnst eins og það hafi verið í gær, að presturinn spurði okkur kankvís í anddyri kirkjunnar á Núpi hvort við ættum ekki bara að láta gluða, jú, við létum bara gluða.

Við höfum sjaldnast munað eftir að halda upp á daginn en núna stilltum við allar klukkur og síma á heimilinu til að missa ekki af deginum.  Minnug þess að eitt B á dagatali segir manni ekki allt. Eitt árið, líklega þegar við urðum 10 ára, hafði ég nefnilega sett stóran hring utan um B á dagtalið.  Það vantaði ekki að við tækum eftir béinu, við gátum bara ekki munað hvað bé ætti stórafmæli.  Dagurinn kom og fór og við vorum viss um að bé væri sár og leið.  Það var ekki fyrr en viku seinna að við áttuðum okkur á því að við vorum bé.

Hvað ætli fólk geri annars á svona brúðkaupsafmælum. Við vorum mjög löt, nenntum ekki að skipuleggja hjóna eitthvað, og lágmenningarleg.  Fórum bara á Fernados með krökkunum og fengum okkur pizzu og bjór.  Þaðan lá leiðin á Langa Manga og þar tókum við þátt í drekktu betur spurningarkeppninni. Sá heppni spilaði undir með söngspyrlinum Eygló og ég ákvað að spreyta mig á spurningunum.  Var langt frá því að vinna, enda kann ég fáa dægurlagatexta.  Þetta var stórskemmtilegt kvöld.

Eins og sum ykkar vita þá stendur yfir 8 daga kveðjuhátíð Langa Manga og í kvöld verður gítarkaróki.  Fyrir þá sem ekki þekkja til þá fer gítarkaróki þannig fram að gestir mæta á svæðið með sín óskalög og fá að syngja þau með Gumma sem spilar undir á gítarinn, og raular eða raddar jafnvel með.  Ég ætla að mæta en það er ekki víst að ég þori í hljóðnemann, enda ætlast til þess að ég syngi frekar en að halda ræðu. Það er þó aldrei að vitna nema ég láti gluða.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Matta mín innilega til hamingju með brúðkaupsafmælið, en ég er svo rosalega ósátt við endalok Langa Manga, jafnvel þó ég hefi ekki sýnt mig þar oft.  En reyndar oft miðað við hve sjaldan ég fer út.  Mér finnst bara Langi Mangi vera svona miðpunktur sem við getum ekki verið án.  Komm on, þið Sigruðuð stríðið við ehemm nokkurn, um hljóðmengun og alles.  er eitthvað sem við getum gert, til að framlengja lífi Langa Manga ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.7.2008 kl. 21:51

2 identicon

 Til hamingju með brúðkaupsafmælið ykkar.

Leitt með Langa Manga, er örugglega hið skemmtilegasta kaffihús, leitt að því skyldi vera að loka.

En voðalegt stuð er alltaf þarna fyrir vestan, ég er alltaf að lesa um eitthvað skemmtilegt sem er að gerast, í öllum plássum, mér líður stundum eins og ég sé að missa af einhverju..ég held ég verði að fara að flytja vestur á slóðir forfeðra minna!!!

alva (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 00:10

3 identicon

Innilega til hamingju með brúðkaupsafmælið,ég sjálfur átti 2 ára brúðkaupsafmæli 15.júlí og konan mín er fædd þennan dag árið 1974 og eyddum við þessum frábæra degi á Spáni líkt og í fyrra.Þetta er dagur sem að öll hjón eiga að halda hátíðlegan fyrir sig og gera vel við sig,það er allavega mín skoðun.

Steini Bald (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 00:30

4 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Til hamingju með daginn.

Þ 

Þórdís Einarsdóttir, 26.7.2008 kl. 09:20

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með þann heppna og sjálfa þig í leiðinni.

Ég veit að ég er lágmenningarleg, en afhverju er verið að loka Langa Manga, lifandi goðsögn og ég hef ekki einu sinni komið þangað.

Og svara nú.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.7.2008 kl. 11:08

6 Smámynd: Hulda Lind Eyjólfsdóttir

Ó GUUUUÐ ekki segja mér að það sé verið að loka Matta.......................jæja en ef svo er þá lifir besti latte í heimi í minningunni og á ég yndislegar minningar þaðan...............gangi ykkur rosa vel

Hulda Lind Eyjólfsdóttir, 26.7.2008 kl. 20:07

7 identicon

OOOOOOOOOOOOOOoooooo ætlaru að segja mér að ég geti ekki kíkt í kaffi á verslunnarmannahelginni  kem vestur  á föstudeginum sko.......... og búið að loka  eini staðurinn sem  er hægt að fá besta IRISH COFFIE í heimi  .

Æ get ekki sagt meirr er orðin meirr 

 Gangi ykkur þá samt vel í því sem þið eruð að fara að gera og takk fyrir allar frábæru stundirna og skemmtanirnar hjá ykkur þó svo maður hafi þurft að taka stóla með sér þá var það sko þess virði

Sjáumst kveðja frá brottfluttum Ísfirðingi Kiddý

Kiddý (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 20:26

8 Smámynd: Halla Signý Kristjánsdóttir

til hamingju með afmælið,, en hvað er að láta gluða????

Halla Signý Kristjánsdóttir, 29.7.2008 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband