Bingó og lágmenning á Langa Manga

Jæja þá eru bara þrjú kvöld eftir í sögu Langa Manga.  Það verður að segjast eins og er að tilfinningarnar eru blendnar. Ég mun sakna kauða um leið og ég verð dauðfegin að losna við hann úr lífi mínu. Sum sambönd eru þannig.  Eigum ekki alveg nógu vel saman, og orðin þreytt, en óttumst jafnframt tómarúmið sem brottför eða aðskilnaður skapar.

Í kvöld 29. júlí klukkan 21:00 verður bingó, blautir vinningar, förum ekki nánar út í það.  Við eigum von á rífandi stemningu, enda fátt skemmtilegra en þjálfa bingóvöðvana með því að lyfta glasi eða bingóspjaldi.

Miðvikudaginn 30. júlí, næst síðasta kvöldið, verður haldi svo kallað lágmenningar kvöld.  Þá verða fluttar, sungnar lesnar og leiknar, helstu perlur lágmenningar á Íslandi.  Bókmenntafræðingurinn og laumuhnakkinn Ingi Björn frá Selfossi mun gera dægurlagatextum frá þessu alræmda héraði skil. Einleikarinn okkar hann Elfar Logi einleika lágkúru, Guðrún Sigurðar, Eygló Jóns,Hjördís Þráins, Anna Sigríður Ólafsdóttir munu koma fram af alkunnum skörungleika og flytja valda kafla úr ástarsögum og öðrum vondum bókmenntum, flytja dægurlagatexta um ástina og annað. Síðast en ekki síst mun Gummi Hjalta taka nokkur neðanmittislög, þegar líða tekur á kvöldið.

Þetta verður vonandi fyrsta skrefið í því að slík menningarstarfsemi fái viðurkenningu til jafns við aðra æðri menningu, sem löngu hefur fengið sinn sess, bæði á Langa Manga og annars staðar.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mitt helsta áhyggjuefni Matthildur er; hvar á að halda óbeislaða í ár?

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.7.2008 kl. 14:26

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ji er ég búin að gleyma nafninu á fegðurðarsamkeppninni?  Þú veist amk. hvað ég meina.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.7.2008 kl. 14:27

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ertu ekki að tala um Óbeisluðu fegurðina, Jenný? Verður hún þá haldin í Edinborgarhúsinu næst?

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.7.2008 kl. 17:36

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jú óbeisluðu.  Hahaha, ég mundi það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.7.2008 kl. 17:45

5 Smámynd: Hulda Lind Eyjólfsdóttir

Guð hvað ég væri til í að vera hjá ykkur á lágmenningarkvöldið............þá myndi ég lesa vel valinn kafla út ísfólkinu.............giska á að annska lesi eitthvað eftir Auði Haralds............láttu mig alla vega fylgjast með

Hulda Lind Eyjólfsdóttir, 29.7.2008 kl. 21:19

6 identicon

Lágmenningarkvöld æðisleg hugmynd!

Martha Elena Laxdal (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 00:01

7 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Óbeisluð fegurð verður ekki haldin aftur.  Þetta var góð hugmynd og útkoman varð ennþá betri en við gerðum ráð fyrir. 

Það er vandmeðfarið að endurtaka háðsádeilu eins og þessa og því ákváðum við að þetta yrði eina keppnin.  Við höfum sagt það sem við vildum segja og það voru margir sem hlustuðu.

Því má svo bæta við að myndin mun koma út á DVD í haust.  Dettur ykkur annars í hug að þetta sé síðasta hugmyndin sem við fáum?

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 30.7.2008 kl. 00:55

8 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Nei, konur sem fá svona hugmyndir fá fleiri... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 30.7.2008 kl. 03:50

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Fyrir vestan, já flestar lífsins hvatir,

nú fá að njóta sín og öllu tjalda.

Á Lágmenningarkvöldi LIGGJA FLATIR,

líkast til því allir myndi ég halda

Kær kveðja fröken Matthildur.!?

Magnús Geir Guðmundsson, 30.7.2008 kl. 14:54

10 identicon

Vildi ég væri fyrir vestan,

þá myndi mig ekki vanta,

hvorki í bingó

né lágmenningarkveld.  (þetta var lágmenningarleg haika)

....Þarftu ekki að komast svo í borgarsollinn og fara aðeins út á lífið til að jafna þig eftir ,,skilnaðinn"?

Villa (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 23:43

11 Smámynd: Gló Magnaða

Lágmenningarkvöldið steinlá - Maður nær ekki af sér  

Gló Magnaða, 31.7.2008 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband