31.7.2008 | 16:47
Drekktu betur á síðasta degi Langa Manga
Síðasti dagurinn á Langa Manga og síðasta drekktu betur keppnin.
Það er vel við hæfi að Elfar Logi og Marsibil verði spyrlar á drekktu betur spurningarkeppninni á Langa Manga í kvöld. Þau stofnuðu þetta kaffihús árið 2003 og ráku það til ársins 2005 þegar núverandi eigendur keyptu staðinn. Þar sem þetta verður síðasta keppnin og það sem meira er, síðasti dagurinn í lokahátíð Langa Manga varð viðeigandi þema fyrir valinu, R.I.P. eða hvíl í friði.
Eigendur Langa Manga vilja koma kæru þakklæti til allra gesta og starfsmanna. þetta hefur verið skemmtilegur tími og þó ákveðið hafi verið að loka staðnum mun hann ekki gleymast í bráð og við getum öll verið stolt af því að hafa skapað þennan stað í sameiningu. Í næsta mánuði verður allt lauslegt selt og ef einhvern vantar góða kaffivél, uppþvottavél, borð, stóða eða annað þá hafið endilega samband.
Vonandi mæta sem flestir og kveðja þetta ágæta kaffi hús með sína heimilislegu stemningu sem víst er að margir munu sakna.
Athugasemdir
Vesen er þetta
Og hvað á ég nú að gera ?
Hætta að hitta fólk? sökkva mér alfarið í tölvu-gervigreindarfólkið ?
uhuuu uhuuu
kem í kvöld með kerti u h u huuuuu
Nema þið séuð til í að leyfa mér að koma heim til ykkar á hverju einasta fimmtudagskvöld framvegis ?
kostgangari (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 19:17
Af hverju er langi mangi að hætta ?
Er engin sem vill taka við ?
Halldór Sigurðsson, 1.8.2008 kl. 14:15
Tek undir sorgirnar hér..... Mér var vottuð samúð í vinnunni í dag enda var ég einn af betri vinum Langa Manga og stolt af því.
En þvílíkt kveðjukvöld í gærkvöld með trukki og dýfu og öllum pakkanum. Algjörlega ógleymanlegt og maður steingleymdi að vera sorrý. Það kemur þó örugglega næstu daga.
Gló Magnaða, 1.8.2008 kl. 16:12
Sorglegt. Mætti því miður ekki í gær. Og það var frekar sorglegt að labba fram hjá Langa í hádeginu í dag. Mæli með útitónleikum fyrir utan Langa Manga um þessa helgi!
Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 1.8.2008 kl. 16:50
Ooooo Ylfaseina kom í DAG!! Ég hélt að síðasti dagurinn væri í DAG!! Bööööhöhöhöhöhöhöhöööööö. Sýnist á myndunum að það hafi verið gaman. Kannski maður kíki á "markað?"
Ylfa Mist Helgadóttir, 1.8.2008 kl. 22:32
Æ ég sakna Langa Manga, þó ég færi í sjálfu sér ekki oft út á kaffihús, þá var Langi Mangi húsið sem maður fór á, þegar það gerðist. Alltaf kósý og notalegt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.8.2008 kl. 09:12
mér finnst þetta bara orðið virkilega sorglegt, þótt ég hafi aldrei komið þarna!! Það sem ég hugsaði...var...að....þarf nokkuð að selja dótið...kannski kemur einhver og vill opna aftur eftir mánuð eða svo...
alva (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.