Jarðgöng, Kristján og hvíslararnir

Fyrir áratugum var sett fram stefna í uppbyggingu vega á Vestfjörðum.  Samkvæmt henni skildi byggja upp vegi frá hringveginum, annars vegar á norðurhluta Vestfjarða, til Ísafjaðar, og hins vega á suðurfirðina, til Patreksfjarðar.  Þegar þessari uppbyggingu væri lokið, yrðu svæðin tengt saman. Grundvöllurinn fyrir þessari stefnu var að á Vestfjörum myndu byggjast upp tveir öflugir þjónustukjarnar á Patreksfirði annars vegar og á Ísafirði hins vegar.

Nú hefur það verið öllum ljóst í langan tíma, nema hugsanlega samgönguráðherra og hvíslurum hans, að áætlanir um tvo byggðakjarna á Vestfjörðum munu ekki ganga eftir.  Í dag telur fólk skynsamlegast að byggja upp einn þjónustukjarna á Ísafirði og til að sá þjónustukjarni geti staðið undir nafni verða samgöngur á milli norður- og suðursvæðis að vera mannsæmandi, það þarf sem sagt að koma á heils árs vegasambandi.

Því miður hefur verið unnið að uppbyggingu vega á Vestfjörðum undanfarin ár á þann hátt, að það virðist hvorki vera unnið að því að byggja upp stystu leið til Reykjavíkur né tengja saman norður og suðursvæðið.  Með því að byggja upp vesturleiðina gerist tvennt, svæðin tengjast sem styrkir þjónustufyrirtækin og stjórnsýsluna og leiðin til Reykjavíkur styttist.

Það er því með öllu óskiljanlegt að samgönguráðherra skuli hlusta á úrtöluraddir nafnlausra ráðgjafa sem virðist vera fyrirmunað að sjá heildarmyndina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Jónsson

Já Matthildur maður spyr sig hvað manninum gangi til með þessu bulli. Þetta er lífsspursmál fyrir Vestfirði og í raun ætti samtenging svæðanna að vera komin fyrir löngu síðan. Allir sammála um að þetta eigi að gerast, bæði á suður- og norðursvæðunum, deilurnar í kring um þetta hafa frekar verið um útfærslu verksins.

Af hverju er hann að reka fleyg í raðir Vestfirðinga með þessu orðagjálfri?? Býr eitthvað meira að baki?

Maður spyr sig.

Karl Jónsson, 21.8.2008 kl. 15:10

2 Smámynd: Gló Magnaða

Já sammála. Þetta er til skammar. Þessi leið er "fær" fjóra mánuði á ári ef við erum heppin. Slíkt á auðvitað ekki að líðast á 21 öldinni.

Ég fer þessa leið nokkrum sinnum á hverju sumri og fyrir tveimur árum í lok júní að mig minnir fórum við fjölskyldan í sakleysi okkar í bústaðinn á Barðaströnd. Þegar á leiðarenda kom var tilfinningin ekki sú gleði sem oftast fylgir því að heimsækja heimahagana heldur vorum við öskuill yfir vegunum á leiðinni. Þeir voru skelfilegir og hefði verið símasamband þá hefði ég hringt í vegagerðina og beðið þá um að setja upp skilti um að það væri lokað. Þetta var langt frá því að vera boðlegt og við vorum mikið að spá í að aka hina leiðina (nokkur hundruð kílómeturum lengri) til baka.

Gló Magnaða, 22.8.2008 kl. 14:48

3 identicon

Ég ferðast ásamt fjölskyldu minni á hverju sumri. Við förum oftast austur fyrir fjall eða norður, tvisvar sinnum höfum við farið hringinn á síðustu 10 árum. Í sumar ákváðaum við að fara vestur á Ísafjörð, Djúpið skyldi farið vestur og suðurfirðirnir teknir í bakaleiðinni. Niðurstaða okkar er sú að fara ekki aftur vestur í ferðalag fyrr en vegir verði lagaðir. Við keyrðum eins og við ættum lífið að leysa, tókum enga aukakróka inn í bæjarfélögin sem við höfðum ætlað okkur að gista í. Við héldum okkur við Ísafjörð vorum þar í nokkra daga á frekar döpru tjaldstæði þar sem ekki var hægt að fara í sturtu, sturtan bara læst og ekki hægt að vaska upp úr nema ísköldu vatni. Við fréttum að góðu tjaldstæði á Tálknafirði, en slepptum að fara þangað þar sem okkur fanst vegirnir ekki bjóða upp á neina aukakróka:(

Vegina verður að laga og það strax, þetta er til skammar!!!

Gréta (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband