Dagbækur Matthildar

Skánafni minn Matthías hefur ákveðið að birta nokkra kafla úr dagbókum sínum.  Þetta hefur þótt furðu sæta, enda þekkti hann alla sem máli skipta og laug ekki að dagbókinni sinni.  Ég hef ákveðið að birta valda kafla úr dagbókum mínum.  Þar sem ég les blöðin afturábak mun ég byrja á færslu dagsins í dag.

Föstudagurinn 22. ágúst 2008

Vaknaði syngjandi, eða svo hélt ég, en söngröddin kom víst frá útvarpinu fram í eldhúsi. Blíðskaparveður, gekk í vinnuna.  Heimiliskötturinn elti mig og laumaðist inn bakdyramegin til þess eins að hrella vinnufélaga mína, leysti málið með mjólk.  Svaraði álíka mörgum erindum og ég svaraði ekki, drakk kaffi og spekúleraði fram undir hádegi.  Fór í ríkið, lét mig dreyma um að kaupa þar kaldan bjór. Verslunarstjórinn benti mér á að það væri tilætlunarsemi af verstu sort, ég hefði átt að kaupa bjórinn í gær.  Ekki mjög þjónustumiðað.   Hádegisfundur með vinnufélögunum, pitsa, kók og volgur bjór, eitt mál á dagskrá, Ísland - Spánn.  Las blöðin á netinu.  Starfa-væntingar-vísitalan fyrir Ísafjarðarbæ er komin upp í 400 störf. Eldur í sorpbrennslustöðinni Funa, segir sig sjálft.  Poul Rames fær að koma aftur til Íslands.  Dorrit er orðin algjör Íslendingur það sannaðist þegar hún sagði sagði að Ísland væri stórasta land í heimi, þetta höfum við lengi vitað.  Þráðlaust rafmagn er í sjónmáli, áfram Intel!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

He he Matthildur og svo mikið skemmtilegra dagbókarbrot en hjá Matta Jó.

Magga Pé (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 17:34

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Hmmm...

Já.

Af þessu les ég að þú gerir lítið annað í vinnunni en að hangsa, éta og hella í þig áfengi. Gott hjá þér samt að birta það. Fátt neyðarlegra en fólk sem stundar skuggalega iðju sína í laumi!

Ylfa Mist Helgadóttir, 22.8.2008 kl. 19:34

3 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

He he Ylfa, hver nennir að skrifa um vinnuna, hvað þá að lesa um hana.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 22.8.2008 kl. 19:44

4 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Gott að það er allt á uppleið hjá þér Matta mín, verra þykir mér ef bróðir minn hefur orðið að einhverjum brennuvargi við dvölina hjá enskum.  Ég sem var að læða að honum umhverfisvænum ráðum um flokkun sorps og þess háttar um síðustu helgi........

Sigríður Jósefsdóttir, 23.8.2008 kl. 02:02

5 identicon

Æ æ þarf maður núna að kvíða fyrir birtingu dagbókarfærslna þar sem forsetinn kemur kannski við sögu eða Bermúdaskálin ? 

 Annar er ég sammála Ylfu. Skemmtileg vinnan þín.

Viggómamma (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 06:57

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Gott að þú skrifar ekki endurminningar um vini þína í dagbókina.....betra að fá bara fréttir af fréttum og volgum bjór.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.8.2008 kl. 13:27

7 identicon

Siggi Finna (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 00:25

8 identicon

alva (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 10:05

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Uppbyggileg skrif Matthildur mín, ég hef ekki lesið eftir Matthías, en ég er viss um að þú ert mikið betri.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.8.2008 kl. 21:43

10 identicon

Það er ekkert mál að flytja orku þráðlaust ég geri það daglega stundum - og stundum + eftir því hvernig ég er upplagður..

Siggi Friðfinns (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 09:37

11 identicon

Hva- ertu hætt?

Elín Erlings (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband